Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 92
Skirnir]
Áhrif geöskræringa á líkamann.
83
Vjer höfum getið þess, að sum áhrifin vöruðu miklu leng-
ur en geðshræringin. Þannig hjelt magasafinn áfram að
streyma góða stund eftir að hundurinn hætti að jeta, og
væri renslið stöðvað með þvi að gera hundinn reiðan, þá
leið nokkur tími, þangað til það komst í samt lag aftur.
Hvernig stóð á þessu og hvernig gat sykur komið í blóð
og þvag? Ekki standa þó taugarnar í beinu sambandi
við streymandi blóðið.
Á efri enda hvers nýra situr dálítið líffæri, sem
húfurnar íe£ nefni nýrnahúfu, sökum þess, að það er eins
og lítil uppmjó húfa sæti ofan á nýranu, en gengi
þó lítið niður á það. Þó hæð húfunnar sje um 5 cm., þá
er hún þunn, mjúk átöku og ber svo litið á henni, að
fæstir veita þessum liffærum eftirtekt við slátrun á
skepnum.
Lengi vissu menn litið sem ekkert um þessi líffæri.
Um miðja fyrri öld fann enskur læknir, Addison, að
skemdir i þeim geta þó valdið sjerstökum sjúkdómi. Húðin
verður einkennilega gráleit og stundura svo dökk, að
heita. má að hún verði rauðbrúnleit. Meltingartruflanir '
fylgdu þessu alloft og mikið magnleysi, auk fleiri ein-
kenna. Sjúkdómur þessi var venjulega banvænn.
Eftir þetta fóru læknar að veita nýrnahúfunum nána
eftirtekt. Þeir fundu að dýr drápust, ef húfurnar voru
teknar burtu, svo eitthvað þýðingarmikið starf hlutu þær
að vinna. Þá kom það og í ljós, að ysta lagið í húfunum
var af alt annari gerð en miðhluti þeirra. Börkinn eða
yfirborðslagið vita menn nú lítið um, annað en það, að
dýr drepast ef hann er tekinn burtu, en í kjarnanum, eða
miðhlutanum, hefir fundist mjög einkennilegt efni — húfu-
efnið (adrenalín) —, sem hefir sterk áhrif á líkamann,
jafnvel í örlitlum skömtum. Ef t. d. húfuefnisblöndu er
strokið á slímhúð augans, hvítnar hún óðara upp og helst
þannig nokkra stund. Orsök þessa er sú, að yfirborðs-
æðarnar dragast ákaft saman, svo slímhúðin verður því
sem næst blóðlaus. Sje efni þessu spýtt inn í blóðið sjást
áhrif þess enn betur. Þau eru aðallega þessi:
6*