Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 35
' Skírnir]
Dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður.
27
aði hann mjög skýra og góða hönd. Hann var ekki sér-
lega hraðvirkur, en vannst einkarvel, svo að flestum
yngri mönnum mundi hafa orðið ofraun, að etja kappi
við hann til lengdar við afskriptir. Gáfur hans voru far-
sælar og staðgóðar og nothæfar til flestra hluta. Við
margra ára rannsóknir á fornum skjölum var hann orð-
inn þaulkunnugur þeim fræðum, og hafði aflað sér svo
mikillar þekkingar á því sviði, og af öðrum viðfangsefn-
um, er hann hafði um hönd haft, að fróðleikurinn bar
hann jafnvel ofurliða, svo að hann átti stundum erfitt
með að setja efninu fastar skorður, svo að það flæddi
ekki yfir alla bakka, og ýmislegt slæddist þá með, sem
ekki átti þar beinlínis heima. Þetta stóð í sambandi við
hinn rika áhuga hans að koma sem flestu og mestu á
;prent, draga sem flest á land »og koma því undan kólgu,
svo það kefði ekki allt í sand« (sbr. Vísnakver hans).
Hann hafði varið mestallri æfi sinni til að safna heimild-
um og gefa þær út, en vannst auðvitað ekki tími til að
vinna úr þeim að neinu ráði. Það verður hlutverk eptir-
komendanna, og hann hefur lagt efniviðinn upp í hend-
urnar á þeim, og unnið að því nytsemdarverki meira en
nokkur annar. Þessvegna þurfa menn ekki að furða sig
á því, þótt hinnar eiginlegu vísindalegu starfsemi hans
gætti ekki að sama skapi jafnmikið. Starf hans í þarfir
íslenzkra bókmennta er engu þýðingarminna fyrir það.
Hann var svo heppinn að komast á unga aldri á rétta
hillu, inn á þá braut, er hann síðar vék ekki af, en það
hlutskipti hlotnast fáum, að geta varið nær allri æfi sinni
til þeirra verka, sem þeim eru hugstæðust og þeir bezt
fallnir til að leysa af hendi. En þessvegna varð eptir-
tekjan af æfistarfi hans svo mikil, að hann gat gengið að
samskonar verki ár eptir ár, frá unga aldri til æfiloka.
Minning hans mun ávallt í heiðri höfð hjá öllum þeim,
'Sem íslenzkum fræðum unna, nú og síðar, og minnisvarði
8á, er hann hefur reist sér með verkum sínum mun
'»úbrotgjarnc standa um ókomnar aldir. En um hann