Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 224
214
Ritfregnir.
[Skirnir
Yölnspá, En S. N. tilfærir hin djúpviturlegu orð Emersons um Shake-
speare, að þó að menn viti sama sem ekkert um æviferil hans, þá þekki
menn þó engan mann á síðari öldum hetnr en hann. Hans innri maður
lifir ennþá i verkum hans, — þar geymist enn hans djúpa þekking á
mannlegri sál og þar blossar enn þá eldur tilfinninga hans. Hið sama
má að nokkru leyti segja nm höf. Völuspár, þó að menn viti ekki til,
að hann hafi látið eptir sig nema þetta eina kvæði, sem þar að auki
hefir borizt svo illa útleikið til eftirkomandanna, sem fyr var á minnxt.
„Svo framarlega sem skilningur vor á kvæðinu er rjettur i aðalatriðum,
vitum vjer ef til vill meira (ekki fleira) um höfund þess en nokkurn
annan norrænan mann fyrir 1100, að Agli einum undanteknum11.
En hvert er þá efnið i Völuspá, hvern boðskap flytur höfundur
hennar, að dómi S. N.?
Svo mjög hefir menn deilt á um þá spurningn, að sumir hafa
talið Völuspá alheiðið kvæði, orkt til varnar heiðninni (Einnur Jónsson),
en aðrir lita svo á, að tilgangur höf. hafi verið að sætta heiðna menn
við hinn nýja sið (Björn M. Olsen). Þetta eru höfuðandstæðurnar. En
þar að auki hafa ritskýrendur leitað margra annara leiða til skilnings
á kvæðinu. S. N. -bendir nú á, „að Völnspá verði aldrei rjett skilin,
allra sizt afstaða hennar til kristninnar, meðau talað er um að skáldið
hafi orkt hana í vissum tilgangi, hvort sem sá tilgangur hafi verið
kristinn eða heiðinn11. „Ef slikur tilgangur hefði vakað fyrir skáldinu
áður en hann fór að yrbja kvæðið og meðan hann var að því, væri
hófsemi hans óskiljanleg á hvora sveifina sem hann hefði hallastu.
Kvæðið er orkt eingöngu vegna þess, að skáldinu var svo mikið niðri
fyrir, að hann gat ekki þagað. Honum hafði „opnazt ný útsýn yfir
tilveruna11, sem hreif hann svo fast, að hann hlaut að yrkja „i guð-
móði og Ó8jálfrátt“. Þess vegna streyinir kvæðið áfram með ofsalegum
hraða og verður viða svo myrkt, að ekki sjer til botns.
Maður þarf fyrst og fremst að glöggva sig á þeirri spnrningu,
hvenær Völuspá sje orkt, til þess að geta skilið hana. Sú var tíðin að
fræðimenn töldu, að bæði hún og önnur Eddu-kvæði væri eldri en allt
sem gamalt er, en fyrir h. u. b. 40 árum komust málfræðingar að þeirri
niðurstöðu, að ekkert þeirra mundi vera orkt fyr en um 800, og munu
nú allir sammála um, að svo sje. Nú mnnu flestir þeirrar skoðunar, að
Völuspá sje eigi tyr orkt en á 10. öld, en hitt greinir menn á um,
hvenær á öldinni hún sje til orðin. Einnur Jónsson telur hana orkta
h. u. b. 935, en Björn M. Ólsen kring um árið 1000. S. N. er sömu
skoðunar og Ólsen. Þeir lita báðir svo á, að kvæðið hljóti að vera
orkt á baráttutímum, þegar kristni og heiðni voru komnar i návigi, en
S. N. bætir þvi við frá eigin brjósti, að staða kvæðisins i bókmenntun-
um bendi í sömn átt. Hann heldur því fram, að Völuspá hljóti að vera
yngri en goðakvæðin i Sæmundar-Eddu, því að hún lýsi fágaðri menn-
ingu og fingerðari smekk. Að þvi leyti virðist hún miklu skyldari