Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 107
Skírnir]
Minning séra Björns prófasts Halldórssonar.
97
ungar séra Björns í jarðrækt, er mesta eptirtekt vöktu á
þeim tímum, og séra Björn hefur orðið nafnkunnastur fyr-
ir, enda verður nú vikið að því efni nokkru nánar, þótt
hér verði nokkuð fijótt yfir sögu farið.
Það var hörð barátta, sem hafin var um 1750 til að
reisa við efnahag landstns. Hinn harðsnúni og þrekmikli
Hkúli Magnússon, fyrsti íslenzki landfógetinn, var sjálf-
kjörinn foringi þessa viðreisnarstarfs, enda stóðst fátt við
honum, er hann geystist fram í vígamóð og eirði engu.
Ruddi hann sér braut að sjálfum hástól konungsins og
hét á »landsföðurinn« milda að láta nú náðarsól sína skína
skært á hið hrjóstruga, vanhirta og vesala ísland og
miðla nú örlátlega ölmusu sinni til bjargar og viðreisnar
hinum bágstadda landslýð. Og hann knúði ekki árang-
urslaust á líknarhurðir Friðriks konungs 5., sem bæði var
góður »landsfaðir* og velviljaður, og hafði vitra og víð-
sýna ráðunauta sér við hönd, þótt hann annars þætti eng-
inn stjórnvitringur eða fyrirmyndarkonungur að daglegu
hátterni. Konungsdýrkun hafði þá lengi verið allmikil
hér á landi, en aldrei komst hún í jafnmikinn algleyming,
eins og á stjórnarárum Friðriks 5., því að enginn Dana-
sjóli fyr eða síðar hefur verið jafn dásamaður af íslending-
um sem hann, eptir að Skúli hafði fengið offjár úr fé-
hirzlu konungs til »nýju innréttinganna«, enda fylgdu
margar aðrar framkvæmdir í kjölfar þeirrar stofnunar t.
d. umbætur á fiskveiðunum (bygging fiskiskipa, notkun
þorskaneta), jarðræktartilraunir ýmsar, kynbætur á sauð-
fé (fjárræktarbúið á Elliðavatni) o. m. fl., þótt árangurinn
yrði fremur lítill til langframa af flestu þessu, og afleið-
ingarnar illar af sumum fyrirtækjunum, eins og fjárkláð-
inn mikli af útlendu hrútunum. En það sáu menn auðvitað
ekki fyrir i fagnaðarvímunni yfir öllum þessum framfara-
nýjungum. Menn trúðu og trúðu staðfastlega, að þær
hiytu að lypta landinu úr vesöld og volæði til verulegrar
viðreisnar, sérstaklega »innréttingarnar«. Um pólitískt
sjálfstæði eða réttindi landsins var þá ekkert hugsað. Þar
þótti alt í bezta lagi undir verndarvæng konungsina.
7