Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 125
Skírnir]
Minning séra Björns prófasts Halldórssonar.
115
til endurrsisnar. Er svo nánar lýst umbótakenningum
Eggerts, hversu mikill sjónarsviptir hafi verið að fráfalli
hans, og að ókomnar aldir muni skynja og óbornir menn
því hrósa, að Eggert hafi verið, meðan uppi sat, »óðals-
jarðar ást og prýði*. Næsta ár eptir drukknun Eggerts
(1769) kom Magnús varalögmaður, bróðir hans, út hingað
frá Höfn, og settist þá þegar að hjá mági sínum og syst-
ur í Sauðlauksdal. Dvaldi hann þar 6 ár samfleytt, sigldi
snöggvast 1775, en kom út aptur vorið 1776, og var þá
um sumarið í Sauðlauksdal, en fór um haustið suður í
Skálholt, og varð þar ráðsmaður stólsins 17771). Meðan
Magnús var í Sauðlauksdal varð þar sviplegt slys á jóla-
föstunni (13. des.) 1774. Voru]’3 unglingspiltar að renna
sér á öndrum2 * * * * *) á vatninu þar við túnið (Sauðlauksdalsvatni),
en isinn var veikur og brast undir þeim; komst einn pilt-
urinn af, en hinir tveir drukknuðu, annar þeirra, Sakarías
stúdent Jónsson8), 24 ára gamall, mesti efnismaður, þá í
þjónustu Magnúsar varalögmanns, en hinn Jón Guðmunds-
son, systursonur og uppeldissonur séra Björns, 14 ára
gamall efnispiltur, er kominn var vel á veg^að læra lat-
ínu undir skóla. Orti séra Björn eptir þá 3 hjartnæm
minningarvers, er hann lét setja á brík yfir leiði þeirra,
og er hið fyrsta svolátandi:
*) Magnús lögmaður átti Ragnheiði dóttur Finns bisknps, bjó sið-
ast á Meðalfelli í Kjós og andaðist par 14. jan. 1800. Var góður mað-
ur og gegn, en enginn skarpleiksmaður, og ekki haldinn mikill laga-
maður. Sonur hans var hinn naínkunni Finnur prófessor Magnússon
(t 1847). Hann hefur ritað stutta minningu séra Björns í danska tíma-
ritinu Minervu 1803, II, 311—317.
2) þ. e. skiðnm.
8) Hann var son séra Jóns Bjarnasonar á Rafnseyri, sem áður hef-
ur getið verið (f 1785) og kenndi hann þessum syni sinum svo vel undir
skóla, að hann var að eins 2 vetur í Skálholtsskóla, og útskrifaðist það-
an með mikln hrósi 1771. Hann orti, áður en hann fór í skóla, langa
erfidrápu á latínu eptir Bjarna sýslnmann Pétursson hinn rika á Skarði
(f 1768) og er hún enn til í frumriti (Lbs 1458 4to). Séra Jón faöir
hans var einnig latinuskáld og hefur ort löng erfiljóð á latinu eptir séra
Halldór Einarsson föðnr séra Björns. Þau eru meðal annars í Lhs.
177 8vo. Séra Jón hafði lært undir skóla hjá séra Halldóri.
8*