Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 129
'Skírnir] Minning séra Björns prófasts Halldórssonar. 119
flest hús á staðnum, og leggja nýtt þak á kirkjuna, ásamt
annari viðgerð á henni.
Um sumarið 1785 tók hann vanheilsu mikla, er fór
í vöxt með haustinu; fylgdi þessu svo hraðfara sjóndepra,
að hann varð varla bókskyggn um veturnætur. Urðu
svo mikil brögð að sjúkleik hans, að hann mátti ekki úr
-rekkju rísa. Og þá leið að jólum var hann talinn ban-
vænn, en um jólin sjálf snerist sóttarfar hans til batnað-
ar, og tók smámsaman að rétta við úr því, en sjónina
thafði hann þó algerlega misst. Að öðru leyti komst hann
aptur til góðrar heilsu. Með bréfi til Levetzow stiptamt-
manns 10. marz 17861) sagði hann Setbergi lausu frá
næstu fardögum, þó því að eins, að séra Björn prófastur
.Þorgrímsson í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd fengi brauðið.
En þau voru systkinabörn séra Björn Þorgrímsson og
Kannveig kona nafna hans. Tók séra Björn gamli það
skýrt fram síðast í uppsagnarbréfinu, að ef stiptamtmanni
þóknaðist ekki að veita séra Birni Þorgrimssyni brauðið,
þá skyldi þessi uppsögn sín teljast ógild, með því að
hann sagðist ekki sleppa kalli sínu og lífsviðurværi í
hendur nokkurs annars en þessa nafna síns. Og tekur
gamli maðurinn þar rösklega af skarið gagnvart stiptamt-
manni og setur honum stólinn fyrir dyrnar. Mun hann
annars hafa ætlað sér að taka aðstoðarprest, ef þessum
vilja hans fengist ekki framgengt, en það varð, því að
stiptamtmaður veitti séra Birni Þorgrímssyni Setberg 25.
apríl s. á. og hafði hann áður gengið að uppgjafarskilmál-
um nafna síns, er voru þeir, að uppgjafapresturinn (séra
B. H.) hefði ókeypis ábúð á þriðjungi prestssetursins og nyti
árlega hálfra tekna prestakallsins óskertra, en séra B.
Þorgr. skyldi taka við allri ábyrgð staðar og kirkju með
allri innstæðu í næstu fardögum. Hinn 7. og 8. ágúst
um sumarið (1786) afhenti séra B. H. nafna sínum stað
°S kirkju með öllu, er fylgja átti. Varð hann þá að hand-
0 Þjskjs. A 8,386.