Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 86
Skírnir]
Áhrif geðshræringa á likamann.
77
fæðunni á ýmsan hátt, starfa vöðvarnir í maga og görn-
um að því að flytja hana niður meltingarfærin, og þessi
starísemi er jafn-nauðsynleg og hin. Skyldu nú geðshrær-
ingar verka lika á hreyfingar þessar, eins og á melting-
arkirtlana? Þetta má auðveldlega sjá með fiöntgengeisl-
unum. Cannon fann, að óðara en dýrið reiddist, slaknaði
allur maginn og hreyfingar hans hættu, jafnvel heila
klukkustund eða lengur. Fæðan sat þá auðvitað hreyf-
ingarlaus allan þennan tíma. Svipað hefur líka komið í
ljós með garnirnar. Dýrin eru þá í raun og veru all-
lengi að ná sjer eftir geðshræringuna. A sama hátt geng-
ur þetta með menn. Kona ein viðkvæm í skapi og geð-
rík ljet t. d. lækni rannsaka meltingu magans að morgni
■dags og kom þá í ljós, að bæði voru miklar leifar í mag-
anum af kvöldmatnum frá fyrra degi, og að saltsýruna,
sem á að vera i magasafanum, vantaði algerlega. Daginn
eftir var maginn rannsakaður á sama hátt, og þá reynd-
ist alt vera í besta lagi. Orsök þessa var sú, að í fyrra
sinnið hafði maður konunnar komið drukkinn heim um
kvöldið og konan tekið sjer það mjög nærri, en í síðara sinn-
ið ljek alt í lyndi. Það var geðshræringin, sem hafði trufl-
að algerlega meltinguna. Eftir þessu má geta nærri, að
skapbrigði og hverskonar óstilling geta valdið alls konar
sjúkdómseinkennum í meltingarfærunum, og vilt læknana,
ef þeir gá ekki því betur að. Margir vilja því skella skuld-
inni á skapið og taugakerfið í fjöldanum öllum af melt-
ingarkvillum.
Þrautir og sársauki hafa svipuð áhrif og fyr er sagt
um hræðslu og reiði. Meltingarkirtlar hætta að starfa og
hreyfing innýflanna truflast, hverfur eða gengur óreglu-
lega. Sterkum höfuðverk fylgir t. d. oft og einatt ógleði
eða uppsala. Hreyfing magans verður þá öfug við það,
sem vera skyldi. Áhrif sársaukans geta haldist margar
klukkustundir, eftir að hann er genginn um garð.
Menn hafa komist að því, að jafnvel blóð-
ið breytist að nokkru við geðshræringar og
á þann hátt, að meiri sykur kemur í það
Áhrif tilfinninga
á blóðið.