Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 103
94
Minning séra Björns prófasts Halldórssonar.
fSkírnir
er þá var í Skálholti, prófaði þá um vorið pilta þá, er
lengst voru komnir í lærdómi, og urðu þeir 5, er færir
þóttu til þess að verða stúdentar og þar á meðal Björn1).
Segir svo í stúdentsvottorði hans, að hann sé siðprúður
og vandaður í hegðun allri, hafi stundað allar námsgreinar
af kappi, en sé bezt að sér í latínu, grísku og guðfræði.
Samtíða Birni 2 síðustu árin í skólanum (1743—1745) var
Jón Eiríksson, síðar konferenzráð, er fór utan með Har-
boe sumarið 1745, en fékk áður burtfararvottorð frá skóla-
meistara um nám sitt í skólanum, þótt ekki teldist það
reglulegt stúdentsvottorð, er Jón fékk síðar (1748) úr
Þrárrdheimsskóla. Var jafnan góð vinátta með honum og
séra Birni eptir kynning þeirra í Skálholtsskóla, og lét
Jón sér jafnan mjög annt um búnaðar- og garðyrkjufram-
kvæmdir séra Björns, og varð hvatamaður þess, að hann
reit »Grasnytjar«, er síðar verður getið um. Af öðrum
skólabræðrum séra Björns urðu síðar nafnkenndastir: Egg-
ert Olafsson (útskr. 1746), Bjarni Jónsson magister, síðar
skólamei8tari í Skálholti og prestur í Gaulverjabæ (útskr.
1742), og Pétur Þorsteinsson sýslumaður í Múlaþingi (útskr.
1742). Er svo að sjá, sem þeir Björn og Eggert haíi þeg-
ar bundizt vináttuböndum í skóla, en síðar tengdust þeir
nánari böndum venzla og vináttu, er enn mun sagt verða.
Eptir að Björn var útskrifaður dvaldi hann næstu
missiri (1745—1746) hjá móður sinni, er þá var komin
frá Geirmundarstöðum að Sauðafelli í Dölum2). En vorið
*) Hinir 4, er þá átskrifuðust, voru: Egill Eldjárnsson (siðar prest-
ur á TJtskálum f 1802), Einar JónBson (prestur á Olafsvöllum f 1774),
Halldór Bjarnason (prestur í Landþingum f 1776) og Jón Sigurðsson
(prestur í Hvammi i Norðurárdal f 1780).
2) Þá var höfð fyrir baðstofuhurð á Sauðafelli kirkjuhurðin frá
bardaganum þar 1550, er Jón hiskup Arason og synir hans voru hand-
t.eknir, og sást þá enn kúlugat á miðri hurðinni, og annað gat jafnstórt
»svo sem fingur mátti í leggja« var þá á miðju altarinu þar í kirkjunni,
en einmitt þá (1745) var gamla altarið tekið hurt og nýtt sett i staðinn.
Prá þessu skýrir séra Björn i annál sinum (við áriö 1550) i Lbs. 494
4to, sbr. 230 fol. Það hefði verið gaman að liafa þessa muni nú i
Þjóðmenjasafninu.