Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 229
Skirnir
Ritfregnir.
219
■sjer gert, að sakna kaþólsku biskupanna, þr&tt fyrir ásælni þeirra og
ráðriki. Þeir voru eins og svartbakar i varpey, sem gæða að visu
sjálfum sjer hæverskulaust á æðarungunum, en verja um leið varpið
harðfenglega fyrir aðvifandi vargi, erni og hröfnum, af umhyggju fyrir
■sinum eigin hreiðrum.
Siðari hluti fyrsta þáttar er um afskifti konungs af stjórn landsins
-að öðru leyti, í löggjöf, dómsvaldi og stjórngæzlu. Um þau sjálf er
raunar fátt að segja. Virðist höf. svo sem konungunum hafi verið
-»óljúft að hlaða á sig of miklu amstri nm Islands hag i öðrum efnum en
•þeim, sem voru þeim sjerBtaklega hjartfólgin«, en það var »Kristjáni
III. kirkjuskipunin og þeim öllnm, að hafa sem mestan arð af landinuc.
Þessi hlutinn er samt langt mál og skemtilegra að lesa. Kemur fjöldi
manna til sögunnar, sumt gamlir kunningjar, en margir litt þektir áður
nema að nafni. Höf. gerir þeim öllum góð skil. Höfuðsmennirnir koma
þarna allir í röð, allveglegur hópur að sjá, og margir sæmdarmenn og
skörungar sumir hverjir. Velja konungarnir vitanlega i þá stöðu vildar-
menn, er þeir treysta til að reka vel erindi sitt. Þótti lika staðan fje-
vænleg. Hreinar tekjur höfuðsmanns voru virtar á rúm 2900 dali (ár
1630—40), en 4 dalir voru þá kýrverð. Eigi verður mönnum þessum
með sanngirni gefin sök á þvi, þó að konungshugBjón herra þeirra
gagnvart Islandi væri ekki göfugri en áður er á vikið, en i hennar
þágu voru þeir hingað sendir, og leiðir þá af sjálfu sjer, að þvi dyggv-
ari sem þeir voru og dugmeiri í þjónustu konungs, því óþarfari vorti
þeir íslandi. Þess er Páll Stigsson ljósastur vottur. Þar sem nú auk
þess fjórðungi hregður til fósturs og mennirnir voru erlendir og ókunn-
ugir landsmönnum, þá er varla von, að þeir hafi orðið ástfólgnir ís-
lendingum. Höf. útskrifar þá að lyktum i einum hóp með þeBBum vitnis-
dmrði: »Fer ekki hjá þvi, að mönnum lítist einn veg á þá flesta. Þeim
var það fyrir öllu annars vegar að gera sem mest til þess, að halda
-trausti konungs og afla sjer þann veg meiri frama i þjónustu hans, hins
vegar reyta til sin sem mestan arð. Þjóðina litu flestir á sem tekju-
stofn. Undantekningarnar eru auðtaldarc.
En hjer gefur líka á að lita alla helztu islenzku höfðingjana og er
það yfirleitt litil fagnaðarsjón. Hnignunin er auðsæ. Þeim kippir i kyn
'til forfeðra sinna um óhlutvendni, ágirnd og óbilgirni við undirmenn
og sina lika, en eru eftirbátar um einurð og skörungskap, þegar við
ofurefli er að etja. Þetta er þegar lamaður lýður, og hnigur i áttina til
þess aldarháttar, er Hallgrímur lýsir siðar svo átakanlega og skilur vel
hvaðan stafar. „Kostir sjást farnir þar fólknárungarnir þeim framandi
Jhlýða“, segir hann. Hann þekkir þýlyndið, sem þróazt hefir með
konungsvaldinu. — Þó hvilir enn augað við og við alt þetta timahil
og enda lengur. Enn man alþingi rjettindi sin og landsins og liefir ein-
•urð á að minna á þau við og við og jafnvel risa á móti konungsboðum,
■sem fara i hága við þau. Til sliks eru nefndir lögmennirnir Eggert