Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Page 29
ALMANAK 1938
29
verða tekinn inn í Klúbbinn og inntaka hans sam-
þykt í einu hljóði. Skal hann nefndur “Haukur
Helga Magra”. Eftir eitt ár fær “Haukur” rétt-
indi við aðra félagsmenn, en getur aldrei orðið
forseti Klúbbsins.”
Eftir nokkrar umræður um málið, féllust fund-
armenn á uppástunguna og var þvínæst kosin nefnd
í málið til þess að semja frumvarp til laga fyrir
Klúbbinn, og hlutu kosningu:
Ó. S. Thorgeirsson, Albert Jónsson og Hannes S.
Blöndal. Var síðan samþykt að koma saman aftur
þegar frumvarpið til laganna væri tilbúið — ræða
það þá og. samþykkja.” Á næsta fundi voru lögin
íögð fram og samþykt. Hljóða þau á þessa leið:
1. Klúbburinn skal heita Helgi Magri.
2. Tilgangurinn skal vera sá að efla og styðja að
viðhaldi íslenzkrar tungu og því af ísl. þjóðerni
sem vert er að halda í, jafnframt því sem hann ó
að vera til skemtunar og uppbyggingar fyrir
meðlimina.
3. Engir geta orðið meðlimir Klúbbsins nema þeir
séu fæddir í Eyjafjarðarsýslu og hafi dvalið þar
í 10 ár og svo afkomendur þeirra hér í landi. Þó
getur Kl. vikið frá þeirri reglu undir þeim
kringumstæðum að sá sem um inngöngu sækir,
hafi gert Klúbbnum greiða á einhvern hátt eða
sé líklegur til að verða honum til uppbyggingar
og sæki eftir inngöngu í Kl. og skal hann nefnd-
ur “Haukur Helga Magra”. Öll réttindi og
hlunnindi Klúbbsins skal hann hafa að jöfnu við
réttmæta félagsmenn nema atkvæðisrétt hefir
hann ekki fyrsta árið — og aldrei getur hann
orðið forseti Klúbbsins. Hauksnafnið skal hann
altaf bera.
4. Leysist Klúbburinn sundur eða hætti að vera til
skulu eignir, ef nokkrar eru, ganga í ekknasjóð
sjódruknaðra manna við Eyjafjörð.