Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Side 36

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Side 36
36 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: eyða kröftum sínum fyrir. Byrjar hann svo á Al- manaks útgáfu sinni, á eigin ábyrgð 1894, og er fyrsta Almanakið “fyrir árið 1895”. Flytur það ýmiskonar smáfróðleik auk mánaðardaganna. Skrif- ast hann nú á við menn í hinum ýmsu bygðarlögum og hvetur þá til að safna heimildum og rita sögu landnámsins, er birt verði frá ári til árs í Almanak- inu. Hve vel honum hefir orðið ágengt er ekki kunn- ugt, en í næsta árs Almanaki (1896) birtist prýði- lega samin ritgerð um stærð, tölu og legu íslenzkra bygða í Vesturheimi — einskonar nýlendu skrá, — ágætur inngangur að hinum fjölmörgu þáttum er síðar komu. Á næsta ári, 1897, byrjar skrá sú er birt hefir verið óslitin í Almanakinu upp til þessa: — “Helztu viðburðir og mannalát meðal íslendinga í Vesturheimi”, — sízt þýðingarminni en sjálfir sögu- þættirnir. Þó skrá þessi sé að því leyti ófullkomin, að höfundinum hefir ekki heppnast að ná upplýsing- um um alla þá er andast hafa á ári hverju, sem í sjálfu sér hefir ávalt verið afar miklum örðugleikum bundið, og nú ókleift verk, er hún þó sú lang full- komnasta skýrsla um þetta efni sem til er, eða samin verður hér eftir. Loks byrja Landnámssögu þættirnir í Almanak- inu 1899, eða það sem útgefandi nefnir þá: “Safn til landnámssögu íslendinga í Vesturheimi.” Byrjað er á sögu Nýja íslands, er var vel viðeigandi, elztu var- anlegu íslenzku nýlendunni í Ameríku. Þessi stutta en gagnorða saga er rituð af Guðlaugi Magnússyni frá Hafursstöðum á Fellsströnd í Dalasýslu, sann- orðum og valinkunnum fróðleiksmanni er var í fyrsta landnema hópnum er fluttist til nýlendunnar. Nokk- ur formálsorð ritar höfundurinn fyrir þessum sögu- kafla er skýra að hvaða takmarki hann hugsar sér að stefna. Hann segir: “Það getur vissulega haft engu minni þýðingu á ókominni tíð, að til sé áreiðanlegt rit um upphaf íslendingabygða í Vesturheimi, en það á liðnum öldum hefir haft fyrir þjóð vora, að hún forðum eignaðist sína merkilegu I.andnámabók. — — Tími er til þess kominn, að rif ja upp fyrir Vestur-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.