Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Page 36
36 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
eyða kröftum sínum fyrir. Byrjar hann svo á Al-
manaks útgáfu sinni, á eigin ábyrgð 1894, og er
fyrsta Almanakið “fyrir árið 1895”. Flytur það
ýmiskonar smáfróðleik auk mánaðardaganna. Skrif-
ast hann nú á við menn í hinum ýmsu bygðarlögum
og hvetur þá til að safna heimildum og rita sögu
landnámsins, er birt verði frá ári til árs í Almanak-
inu. Hve vel honum hefir orðið ágengt er ekki kunn-
ugt, en í næsta árs Almanaki (1896) birtist prýði-
lega samin ritgerð um stærð, tölu og legu íslenzkra
bygða í Vesturheimi — einskonar nýlendu skrá, —
ágætur inngangur að hinum fjölmörgu þáttum er
síðar komu. Á næsta ári, 1897, byrjar skrá sú er birt
hefir verið óslitin í Almanakinu upp til þessa: —
“Helztu viðburðir og mannalát meðal íslendinga í
Vesturheimi”, — sízt þýðingarminni en sjálfir sögu-
þættirnir. Þó skrá þessi sé að því leyti ófullkomin,
að höfundinum hefir ekki heppnast að ná upplýsing-
um um alla þá er andast hafa á ári hverju, sem í
sjálfu sér hefir ávalt verið afar miklum örðugleikum
bundið, og nú ókleift verk, er hún þó sú lang full-
komnasta skýrsla um þetta efni sem til er, eða samin
verður hér eftir.
Loks byrja Landnámssögu þættirnir í Almanak-
inu 1899, eða það sem útgefandi nefnir þá: “Safn til
landnámssögu íslendinga í Vesturheimi.” Byrjað er á
sögu Nýja íslands, er var vel viðeigandi, elztu var-
anlegu íslenzku nýlendunni í Ameríku. Þessi stutta
en gagnorða saga er rituð af Guðlaugi Magnússyni
frá Hafursstöðum á Fellsströnd í Dalasýslu, sann-
orðum og valinkunnum fróðleiksmanni er var í fyrsta
landnema hópnum er fluttist til nýlendunnar. Nokk-
ur formálsorð ritar höfundurinn fyrir þessum sögu-
kafla er skýra að hvaða takmarki hann hugsar sér að
stefna. Hann segir: “Það getur vissulega haft engu
minni þýðingu á ókominni tíð, að til sé áreiðanlegt
rit um upphaf íslendingabygða í Vesturheimi, en það
á liðnum öldum hefir haft fyrir þjóð vora, að hún
forðum eignaðist sína merkilegu I.andnámabók. —
— Tími er til þess kominn, að rif ja upp fyrir Vestur-