Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Page 37
ALMANAK 1938
37
íslendingum meginatburðina í landnámssögu þeirra
svo að þeir ekki falli í gleymsku og dá, um leið og
eldri mennirnir sem við þá voru riðnir, hverfa burt
af sjónarsviðinu.
Útgefandi þessa Almanaks vill styðja að því að
þessum sögu atriðum sé haldið á lofti. í því skyni
hefir hann gert ráðstöfun fyrir því, að hið litla árs-
rit hans flytji framvegis smátt og smátt þætti úr
sögu vestur-íslenzku frumbyggjanna, þangað til úr
þeim er orðið heilt safn er nær til allra íslendinga-
bygðanna hér í Vesturheimi.”
Að miklu leyti auðnaðist honum að ná þessu tak-
marki, þó eru nokkrar smá-bygðir eftir enn, sem
enga sögu eiga skráða í Almanakinu. En úr því mun
verða bætt ennþá, því synir hans hafa ákveðið að
halda áfram útgáfu þess.
Af verkum Ólafs verður ekkert sem varðveitir
minningu hans, með meiri sæmd, en hinn sívakandi
áhugi hans fyrir að safna þessum heimildum, oft
með allmiklum kostnaði og gefa þær út. Efnahagur
hans var oftast þröngur, og því lofsamlegra var
það, sem af minna var að taka, hve stöðugur hann
stóð við áform sitt — hugsjón sína mætti segja —
að safna í eina heild söguköflum þessum af herleið-
ingu íslendinga til Vesturheims.
Þakklæti hefir hann hlotið fyrir þetta starf sitt,
en þó einkum á íslandi. Skulu hér tilfærð orð þriggja
manna er um þetta hafa ritað.
Þórhallur biskup Bjarnarson komst svo að orði í
apríl-hefti “Nýs kirkjublaðs” 1914: “Skyldi nokkrum
öðrum þjóðflokk en vorum hafa komið til hugar að
skrásetja og geyma sögu sína í Vesturheimi? Land-
námssaga þessi kemur árlega í Almanaki ólafs Thor-
geirssonar í Winnipeg. f Almanaki þessa árs eru
tveir langir sögukaflar, ættartölur eru allmikið rakt-
ar og töluverður sögufróðleikur í þáttunum. Þetta
er orðið mikið mál, mun lengra en Landnáma forna
og mikið mun þó víst óritað. Verður þetta stór-