Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Page 38
38 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
merkilegt rit fyrir eftirtímann og mjög svo þýðing-
armikill þáttur til verndunar íslenzku þjóðerni í
Vesturheimi.”
Dr. Jón Þorkelsson fornskjalavörður segir í
apríl-hefti “Sunnanfara” sama ár (1914):
“-------Ólafur hefir haldið Almanaki þessu út,
smá aukið það og stækkað og jafnan haldið áfram
landnámssögunni, svo að fyrir hana eina, þó ekkert
væri annað er Almanak þetta orðið hið merkasta rit.
Það er orðið nokkurskonar landnámabók héðan af
landi vestur um haf og alveg ómissandi sögulegt
heimildarrit um ókomna tíma.”
f bréfi sem prófessor Sigurður Nordal skrifaði
útgefenda, frá Cambridge, Mass., 26. febrúar 1932
farast honum orð um Almanakið og söguþættina á
þessa leið:
“Beztu þakkir mínar fyrir Almanakið yðar, sem
þér voruð svo vinsamlegir að senda mér.---------
Landnáma sú sem þér hafið smásaman birt í þessu
Almanaki, verður hið merkilegasta efni úr að vinna
fyrir framtíðina, ef vér eigum að fylgjast með örlög-
um íslenzka kynstofnsins í Ameríku, og það er, að
mínu áliti, það minsta sem heimta má.”
Árið 1905 sagði Ólafur lausri stöðu sinni við
prentsmiðju Lögbergs, og kom sér upp prentsmiðju
sjálfur. Var honum sá einn kostur eða hætta við Al-
manaks útgáfuna er farin var að krefjast allmikils
tíma. Svo mun hann og fremur hafa kosið að eiga
sjálfur ráð á vinnu sinni en vera undir aðra gefinn.
Stóð prentsmiðjan fyrst á bak við heimili hans að 678
Sherbrook stræti en var síðar flutt að 674 Sargent
Avenue, þar sem hún er nú.
Tók hann að sér prentun af ýmsu tagi og stofn-
aði jafnhliða íslenzka bókaverzlun, sem hann lagði
mikla alúð við í mörg ár en eigi mun hún þó hafa
orðið honum arðsæl. Meðal þeirra rita og bóka auk
Almanaksins, er hann sjálfur kostaði, eða gaf út
fyrir aðra, má nefna þessar og er þó ekki alt talið: