Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Side 52
52 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
stýr, í öllu tilliti var hann mesti snyrtimaður. Kona
hans var Margrét Halldórsdóttir Árnasonar, og konu
hans Jóhönnu Sigurlaugar Jónsdóttur úr Eyjafirði.
er hún kona hin sköruglegasta. Börn þeirra eru: 1.
Stefán Eyþór, smiður, búsettur í Glenboro, giftur
Þórunni Valgerði Pálsdóttur Andréssonar bónda í
Argylebygð og konu hans Guðnýar Aðalbjargar
Johnson frá Minnesota; 2. Magnús Leo, giftur hér-
endri konu, býr í Glenboro; 3. Halldór Louis Sigurð-
ur, 4. Hannes Clarence, báðir ógiftir í Glenboro; 5.
Jóhanna Sigurbjörg, gift Kjartani Sigtryggssyni
Stefánssonar frá Svertingsstöðum í Eyjafirði og
konu hans Guðrúnar Jónsdóttur, búsett í Winnipeg;
6. Ingibjörg Margrét, gift hérlendum manni (Mrs.
J. W. Meredith), býr hjá Glenboro; 7. Halldóra
María (fósturdóttir), gift Haraldi Johnson og býr í
Glenboro. Er hann sonur A. E. Johnson í Glenboro
og fyrri konu hans Margrétar Friðbjarnardóttur.
Systir Hannesar er merkiskonan Ingibjörg Wal-
ters, Garðar, N. D. Var hún gift Joseph Walters frá
Meiðavöllum í Kelduhverfi, fyrrum þingmanni í
Dakota, sem nú er fyrir nokkru dáinn.
Árni Sveinsson Storm, albróðir Guðjóns sem hér
er getið á öðrum stað, hann er fæddur á Guðmundar-
stöðum í Vopnafirði 1860, hann flutti til Minnesota
1880, og til Winnipeg 1882, vann þar algenga vinnu
fyrst í stað, lærði þar plastrai'aiðn. Til Argyle flutti
hann 1886, nam heimilisréttarland norðan við Bel-
mont. Var þá í Argyle en er nú í Strathcona-sveit-
inni. Keypti hann land 6 mílur suðvestur frá Glen-
boro, og bjó þar um 40 ár, var all-lengi með beztu
bændum bygðarinnar, á síðari árum átti hann erfið-
ara, hafði þunga fjölskyldu fram að færa, árferði
ekki sem bezt, gengu af honum efni, og varð hann
síðast eignalaus. Hætti hann búskap 1925, seldi lönd
sín og búslóð. Var fyrst í Glenboro en síðar í Win-
nipeg, og þar dó hann 13. júlí 1936. Kona hans var
Helga Bjarnadóttir Árnasonar og konu hans Kristín-
ar Guðmundsdóttur frá Sandhólum á Tjörnesi. Faðir