Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Side 89
ALMANAK 1938
89
d. 24. apr. 1901) Árnadóttir, Steingrímssonar frá
Hlíð í Lóni í Skaftafellssýslu. Elízabet var góð kona
og móðir, fríð álits, vel viti borin, glaðlynd og fróð
um margt. Kona Árna Steingrímssonar og móðir
Elízabetar var Lísibet (eldri) Bessadóttir, hafnsögu-
manns og hreppstjóra á Berufjarðarströnd, Sig-
hvatssonar. Bessi var mikilhæfur maður, hann var
þrígiftur. Síðasta kona hans hét Katrín, ættuð
norðan af Langanesi, dóttir Jóns bónda í Sköruvík,
ívarssonar; var Katrín móðir Lísibetar. Lísibet
Bessadóttir var tvígift; var Árni Steingrímsson
hennar seinni maður. Fyrri maður hennar var Einar
Þorbjörnsson frá Teigarhorni; þeirra dóttir Þórdís,
var kona Jóns bónda í Núpshjáleigu, Jónssonar. Ein
dóttir Jóns og Þórdísar var Lísibet (yngri), kona
Þórarins Longs á Núpi. Lísibet yngri og Árni Sig-
urðsson voru því systrabörn. Sonur Þórarins og
Lísibetar var Jón faðir Ríkarðs listmálara í Reykja-
vík.
Hjá foreldrum sínum ólst Árni upp. Bjó móðir
hans áfi’am nokkur ár í Fagradal eftir fráfall Sig-
urðar, með sonum sínum. Árni var þegar í æsku
mjög námfús, en eins og kunnugt er, voru tækifærin
til náms mjög af skornum skamti á þeim árum.
í hjásetunni lærði hann að skrifa með fjaðrapenna
og sortubleki og varð brátt listfengur skrifari. —
Reikning og dönsku lærði hann einnig, að mestu
leyti af sjálfsdáðum á uppvaxtarárunum; var Árni
kallaður flestra ungra manna færastur í þeim grein-
um, þar eystra, þeirra, er óskólagengnir voru. Árið
1863 sótti Árni um sýsluskrifaraembætti hjá Valde-
mar C. B. Olivarius, dönskum manni, sem það sumar
fékk veitingu fyrir Suður-Múlasýslu og settist að á
Eskifirði. Hjá Olivaríus var Árni tvö ár. Kom það
sér vel þá, að hann var allvel fær í báðum málunum,
íslenzku og dönsku, því að íslenzkan hjá sýslumanni
var bæði bjöguð og dönskuskotin, jafnvel á embættis-
bréfum. Tók hann það í fyrstu all-óstint upp, þegar