Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Síða 108
108 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
veru hér fluttu þau hjón fyrst til Hallson, N. Dak.
Nú eru þau búsett að Mountain, N. Dak., þar
sem Gunnar keypti sér hús fyrir ekki allöngu síðan.
Gunnar hefir átt talsvert við ritstörf, bæði í bundnu
og óbundnu máli, og hefir það birst á prenti í ís-
ienzku blöðunum vestan hafs. Einnig gaf hann út
æfisögu sína árið 1930. Hann er víða vel heima í
íslenzkum bókmentum, af óskólagengnum manni.
Þrjár dætur eignuðust þau hjón: 1. Jónínu (er
þau mistu unga 1902); 2. Jónínu Sigríður, gift ensk-
um manni, Mahlon Casselman að nafni og eru þau til
heimilis í Winnipeg; 3. Dóra Þorbjörg, útlærð hjúkr-
unai*kona, nýlega gift enskum manni, Allan Bryson
að nafni, eru þau búsett í Portage La Prairie, Man.
Landnemi N.V. 1/4 S. 7, 1-6
Tryggvi O. Sigurðsson
Tryggvi var fæddur 26. febr. 1878 að Hrafnkels-
staðaseli á Fljótsheiði í Suður-Þingeyjarsýslu. For-
eldrar hans voru þau hjónin er þar bjuggu, Oddur
bóndi Sigurðsson Oddssonar hreppstjóra í Ljósa-
vatnshreppi á Bárðardal í sömu sýslu, og Sigríður
Gunnlaugsdóttir (sjá þátt S. Gl.)
Náfrændur Tr. í föðurætt voru þeir Kristján
dbrm. á Illugastöðum og Björn í Lundi, synir Jón-
Kolbeinssonar á Bakkaseli í Fnjóskadal. Sömuleiðis
voru náskyldir honum Einar Ásmundsson í Nesi og
Tómas Johnson fyrv. dómsmálaráðherra í Manitoba.
Föðurbræður Tr. voru þeir Baldvin hómópati og
bóndi í Garði í Aðalreykjadal, Benidikt veitingamað-
ur á Vopnafirði og Vigfús bókbindari er dó í N. Dak.
Faðir Tr. dó 8 vikum áður en hann fæddist (sjá
þátt S. Gunnlaugsd.). Og ólst hann upp með móður
sinni og fór með henni vestur um haf 1883, og hing-
að í bygð árið 1900, sem fyr segir. Hann nam N.V.