Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1910, Blaðsíða 75
ALMANAK 1910.
47
eign. Jón falaSi uxana til kaups og kaupin tókust.
Setti Jón sjálfur þá kaupskilmála, aö ef hann kæmi
ekki meö peningana á tiltekinn staö i Winnipeg eftir að
hann heföi dvaliö hálfan dag í borginni, þá skyldi hann
skila uxunum aftur. Seljandinn gekk aö þessum kost-
um og Jón skildi veiku uxana eftir á miðri leið. Héldu
þeir félagar síðan leiðar sinnar. Jón skilaði peningun-
um á t lteknum staö og tíma, og borgaði uxana að fullu.
Um þetta farast Jóni þannig orð: “Þegar eg kom til
Winnipeg, haföi eg enga hugmynd um, hvernig eg gæti
fengið þessa ioo dollara. Eg var þá fáum kunnugur í
bænum og bjóst ekki við mér gengi vel að fá lán. Eg
hitti að máli Árna kaupmann Friðriksson og sagði hon-
um ástæður mínar. Hann lánaði mér þegar orðalaust
íao doll. í sex mánuði. Nú féll mér illa að vera lengi
í skuld, seldi eg því 3 kýrnar (átti 1 eftirj til að geta
borgað uxana. Síðan færði eg Árna peningana á rétt-
um tíma, og fékst hann ekki til að taka neina rentu.
Eg vona hann fái renturnar borgaðar þegar honum
liggUT mest á.”
Þegar hér var komið, fór hagur Jóns að batna.
Nú er hann talinn efnaðasti Islendingur þar í bygð’nni,
hefir hann oft haft á fóðri um 300 nautgripi, er hann
hefir átt. Hann hefir stundað verzlun með búskapnum
og verður nánar um það rætt í verzlunar-þætti bygðar-
innar. Tón á nú eitthvað 12 bújarðir, er hann. notar nær
allar árlega til heyskapar og gripagöngu, og hefir hýst
bæ sinn myndarlega. Hann var fr’ðdómari í bygðinni
um nokkur ár. Jón er látlaus maður og prúður í fram-
göngu, allvel greindur, og hefir jafnan sýnt í öllu, að
hann hefir mikið af hyggindum þeim, er í hag koma,
enda hefir hann aflað sér meiri þekkingar en margir
aðrir á hans reki í ýmsum greinum. Orðlagður er
hann fyrr áre'ðan'eik og orðheldni í viðskiftum. “Það
er sama ef Jón lofar peningum, eins og að eiga þá í