Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Page 24
22
Ramsay MacDonald, núverandi forsætisráð-
herra Breta, er einn þeirra manna, sem hvað mest-
ur styr hefir staðið um á síðari árum, ekki sízt
undanfarna mánuði. Það er bæði, að hann er einn
af áhrifamestu stjórnmálamönnum samtíðar sinn-
ar, enda heldur hann um stjórnvöl þess ríkis, sem
miklu fær ráðið um framtíðarvelferð vestrænna
þjóða og austrænna. Hvort honum tekst að koma
skipi sínu heilu í höfn gegnum brimið og boðana,
sem framundan eru, mun tíminn sýna. Hér verður
aðeins lýst stuttlega æfi MacDonalds, skapgerð
hans og stjórnmálastefnu. Úr hrollkulda efnis-
hyggjunnar, sem lamar vorn andlega vængjaþrótt,
er gott að hverfa um stund í vermandi návist lang-
sýns hugsjónamanns.
* V *
James Ramsay MacDonald er fæddur 12.
október 1866, í fiskiþorpinu Lossiemouth í Norður-
Skotlandi. Umhverfi fæðingarstöðva hans er sagn-
auðugt mjög og einkar fagurt, fjallasýn og fjarða
tilkomumikil, og loftslagið hið heilnæmasta, enda
er Lossiemouth nú, að sumarlagi, fjölsóttur skemti-
staður.
MacDonald er af bláfátækum foreldrum kom-
inn, verkamannssonur. Ólst hann upp hjá önnnu
sinni við þröngan kost. En hún var annars merk-
iskona, mikilsvirt, bæði sakir mannkosta sinna og
atgervis. Hún kunni sæg þjóðsagna og þjóð-
söngva; var það MacDonald liinn bezti skóli að
hlýða á frásagnir hennar; með lýsingum sínum
á afreksmönnum og stórvirkjum liðinna tíða glæddi
hún kappgirni hans og mentaþrá. Hugur hans
hneigðist einnig mjög snemma til náms og hann
las alt, sem liann náði til. í þorpsskólanum var
hann efstur, en var jafnframt sjálfkjiörinn foringi
leikbræðra sinna í leikjum og erjum þeirra við
pilta úr nágrenninu. Sökum fjárskorts lá nærri
að hann yrði að hætta öllu skólanámi ög gerast