Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Page 25
23
sjómaður, og um tíma var hann í bændavinnu.
En þorpskennarinn, sem kunni að meta hæfileika
MacDonalds, og studdi hann með ráðum og dáð,
gerði hann að aðstoðarkennara; gat hann haldið
áfram bóknámi sínu samhliða kenslunni. Lék
honum nú einkum hugur á að verða háskólakenn-
ari eða prestur. En alþýðurit nokkurt um vís-
indaleg efni og fræðslumál, sem hann las um þess-
ar mundir, beindi huga hans að vísindakenningum
þeim, sem þá voru efstar á baugi, ekki sízt fram-
þróunarkenningunni. Var það merkisviðburður
í þroskasögu hans. Vísindaleg þekking hans os:
virðing fyrir staðreyndum hafa sett svip sinn á
þjóðmálastefnu hans og stjórnmálastarfsemi. Vís-
indaleg hugsun hans hefir varnað því, að hann
yrði þröngsýnn ofstækismaður í skoðunum.
Áður langt leið, varð of þröngt um MacDonald
í Lossiemouth; hann vildi freista gæfunnar á rýmra
starfssviði. Lundúnir heilluðu hann, og átján ára
að aldri hélt hann þangað, snauður að fé en ríkur
að djörfum vonum. Fyrst í stað biðu hans engir
sældardagar í heimsborginni miklu. Hann svalt
heilu hungri og ráfaði um strætin í atvinnuleit;
loks féltk liann illa launaða vinnu í vörugeymslu-
húsi; en þó vinnan væri tímafrek og þreytandi,
gekk hann á kvöldskóla og las langt fram á nætur.
Má með sanni segja um hann, að bækurnar —
bókasöfnin — hafi verið háskóli hans. Vísindin
voru nú orðin uppáhaldsnámsgrein hans; gat hann
sér ágætt orð fyrir skarpleilr í efnafræðisrann-
sóknum; og undirbúningspróf til háskólans í vís-
indum leysti hann af hendi með prýði. En þótt
hraustur væri, lagði hann of hart að sér, og lagð-
ist veikur, þegar gott útlit var á, að hann mundi
hljóta námsstyrk og geta lialdið áfram á vísinda-
brautinni. Áhugi hans á vísindaefnum hélzt engu
að síður, en hann vafð að afla sér einhverrar at-
vinnu.
Litlu síðar (1888) gerðist MacDonald einka-