Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Page 29
27
ræðið á rætur sínar í bjargfastri trú hans á ein--
staklingseðlið; honum er réttur einstaklingsins
heilagur. Þjóðrækni hans (hún á ekkert skylt
við útlendingahatur) á einnig rætur sínar í virð-
ingu hans fyrir einstaklingnum. Hann hefir ramma
óbeit á alræði, í hverri mynd sem er, af því að það
metur aðeins gildi og réttindi lítils hluta manna;
og ekki bætir það neitt úr skák, þótt það nefnist
“alræði öreigairna’’. Að dómi MacDonalds eiga
auðshyggjan (capitalism) og hverskonar alræði
sannnerkt í því, að þau kyrkja hið guðlega eðli
manns með því að svifta hann siðferðislegu frelsi.
í fáum orðum sagt, þessi er skoðun MacDonalds:
Eigi jafnaðarmenskan að ná takmarki sínu, verö-
ur hún að byggja á heilbrigðri þjóðfélags fram-
þróun. Hann er fastlega fylgjandi þingræðis fyrir-
komulaginu ,en hefir barist öfluglega gegn blóðug-
urn byltingakenningum kommúnismans, innan
flokks síns og utan. “He is a builder, not a break-
er,” segir í merkri æfisögu hans; er það orð að
sönnu, honum er annara um að byggja heldur en
að leggja í rústir.
Auk þeirrar bókar, sem að ofan er getið, hefir
MacDonald skrifað mörg önnur rit um þjóðfélags-
mál, sem ekki verða hér talin. Hann hefir einnig
samið nokkrar ferðabækur og gefið út safn af rit-
gerðum sínum og ræðum. Meira kveður yfirleitt
að efni rita hans en ritliættinum; þó er stíll lians
sérkennilegur, og marga prýðis vel ritaða kafla
er að finna í bókum hans. Það munu engar ýkj-
ur, að mestur snildarbragur er á minningarritinu
um konu hans. Sumar lýsingarnar í ferðasögum
hans eru einnig tilþrifamiklar, einkum þegar hann
er að segja frá fögrum stöðum og söguríkum.
Renna þar saman hin ríka fegurðarást hans og
virðing hans fyrir merkum stöðum, sem, í augum
hans, eru sveipaðir helgiljóma. Samhliða stjórn-
málastarfseminni hefir hann ávalt ritað mikið í