Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Page 31
29
sína í verki á annan hátt. Um tíma vann hann
t. d. að líknarstarfsemi í Belgíu; og sæti átti hann
í nefndum þeim, sem unnu að bættum kjörum at-
vinnuleysingja á þeim hörmungatímum. Jafn-
framt varði hann málstað sinn djarflega í ritgerð-
um og á fundum víðsvegar um landið, minnugur
þes's, að fótum troðinn sannleikur rís á ný öflugri
en áður, rétt eins og fuglinn Fönix úr öskunni.
Hugsjónaást hans og bjartsýni létu sér heldur eigi
til skammar verða.
Smám saman breyttist almenningsálitið gagn-
vart honum, og að lyktum naut hann meiri lýð-
liylli og haldbetri en nokkru sinni áður. Lágu að
því ýmsar ástæður. Stríðsæðið hjaðnaði furðu
fljótt á Englandi. Menn hættu að sjá ofsjónir;
styrjöldin í allri sinni nekt, með blóðsúthellingum
og margvíslegu menningartjóni, blasti þeim nú við
sjónum. Vonbrigði og beiskja fyltu hugi margra
og sízt að ástæðulausu. Hermennirnir höfðu vænst
mikils að stríðslaunum, en mjög skifti þar í tvö
horn. Sumir hlutu á ný hin fyrri störf sín, en
aðrir sátu tómhentir. Þóttust þeir að vonum æði
liart leiknir af landsstjórninni, sem lofað hafði
þeim gulli og grænum skógum: meiri launum,
betri híbýlum, í einu orði sagt — bættum lífs-
kjörum. Þetta varð stjórnarsinnum, andstæðing-
um MacDonalds að tjóni. En eigi myndi það eitt
hafa nægt til þess að hefja liann úr djúpi fyrir-
litningar í valdasess. Menn sáu æ betur, að hann
liafði verið misskilinn og of lítils metinn. Raddir
komu fram um það, að hann hefði orðið píslar-
vottur sannleikans. Fyrverandi hermenn skipuðu
oftar en einu sinni lifvörð um hann á opinberum
samkomum. Og skýringarinnar er ekki langt að
leita. Hann var í raun og veru samherji þeirra,
dyggur málsvari þess friðar, sem þeir höföu lialdiö
að þeir væru að berjast fyrir, og fjöldi félaga þeirra
hafði lagt líf sitt í sölurnar fyrir. Hvort sem menn
greindi á við MacDonald eöa ekki, þá varð því