Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Side 32
30
ekki með rökum neitað, að hann liafði reynst
sannfæringu sinni trúr. Hugsandi menn og sann-
leikselskandi sáu að honum mátti treysta.
Þegar MacDonald var kosinn á þing á ný með
miklum meirihluta 1922, uppskar hann laun hug-
sjónaástar sinnar, skapfestu og djörfungar. Þing-
menn verkalýðsflokksins, bæði þeir, sem fylgt
höfðu MacDonald að málurn á stríðsárunum, og
hinir, skipuðu sér um hann sem foringja sinn,
þann manninn, sem líklegastur væri til að bera
merkið fram til sigurs. Hið gamla var grafið í
gleymsku; hann var endurkosinn formaður flokks
síns. Hann hafði unnið hinn glæsilegasta sigur.
Bkki leið heldur á löngu, áður MacDonald
gæfist tækifæri á að sýna stjórnmálamannshæfi-
leika sína í augsýn allrar veraldar. íhaldsflokk-
urinn tapaði við kosningarnar 1924; frjálslyndi
flokkurinn, sem átti yfir úrslita-atkvæðum að ráða,
kaus að styðja verkalýðsflokkinn til valda og Mac-
Donald varð forsætisráðherra, fyrsti maður flokks
síns, er skipaði þá ti&narstöðu. En skömm varð
stjórnartíð hans að þessu sinni, einir níu mán-
uðir. Voru það afskifti stjórnarinnar af máli kom-
múnista nokkurs ensks, sem urðu henni að fóta-
kefli. Jafnframt því að vera forsætisráðherra,
var MacDonald einnig utanríkisráðherra. Var hon-
um sú staða einkar vel að skapi, því að hann liefir
ávalt verið alþjóðlega sinnaöur, og er þaulkunn-
ugur högum og hugsunarhætti erlendra þjóða.
Hann lét mjög til sín taka í alþjóðamálum, og
varð þar mikið ágengt á ekki lengri tíma; er hon-
um einkar sýnt um það, að bera sáttarboð á milli
fjarlægra þjóða eða fjarskyldra. Var það ekki
sízt fyrir atbeina hans, að stórum batnaöi nú sam-
komulagið milli Frakka og Englendinga annars
vegar og Frakka og Þjóðverja hins vegar. Stuðlaði
það einnig að þeim úrslitum, að leiðtogar þessara
þjóða um þær mundir: Herriot, Briand og Strese-
mann, áttu mjög samleið með MacDonaid í stjórn-