Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Page 33
31
málum; voru þeir, einkum tveir hinir síðarnefndu,
víðsýnir heimsborgarar og miklir friðarvinir. Mjög
gætti einnig áhifa MacDonalds á afvopnar-ráð-
stefnunni í Geneva 1924. Er það dómur þeirra,
sem kunnugastir eru þeirn málum, að MacDonald
hafi verið atkvæðamikill utanríkisráðherra og hafi
með starfi sínu á því sviði aukið liróður Englands.
Miklu minna varð honum ágengt í innanlands-
málum; stjórn hans fékk ekki að neinu ráði létt
martröð atvinnuleysisins af ensku þjóðinni, en það
var þá vandamálið mesta heimafyrir, og bíður enn
liappasællar úrlausnar, þar sem annarsstaðar.
Næstu fimm árin var MacDonald enn foringi
flokks síns á þingi; kom hann, sem vænta má,
víða við sögu, en rúm leyfir ekki að segja frá
starfi hans, á þingi og utan þings, þessi árin. Við
kosningarnar haustið 1929 varð verkalýðsflokk-
urinn í meirililuta og MacDonald varð aftur for-
sætisráðherra, en samherji hans um langt skeið,
Arthur Henderson, varð utanríkisráðherra. Vart
þarf að minna á það, hve mörg og flókin úrlausn-
arefni þeir eiga við að glíma, sem landsstjórn hafa
með höndum þessi árin. MacDonald og ráðuneyti
hans hafa ekki farið varhluta af vandamálunum.
Mun mega segja, að allvel hafi ráðist úr utanríkis-
málum yfirleitt, þó fjarn sé, að sambandsmálum
Englands og Indlands sé enn til lykta ráðið, en
nokkuð hefir þó þokast í áttina fyrir mannúðar-
anda og samvinnulipurð MacDonalds og verka-
mannastjórnar hans. Ferð hans til Bandaríkja
haustið 1929 mun hafa orðið til þess að treysta
vináttuböndin milli Englendinga og Bandaríkja-
manna, og samræður lians við Hoover forseta bor-
ið nokkurn árangur, hvað snertir takmarkanir sjó-
hers og flota. Ræða sú, sem liann flutti í New
York, 11. október þá um haustið, var djúpsæ og
öflug friðarhvöt, og má mikið vera, ef hún hefir
ekki vakið marga þeirra, sem heyrðu hana eða
iásu, til meiri umhugsunar um friðarmálin og sann-