Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Page 33

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Page 33
31 málum; voru þeir, einkum tveir hinir síðarnefndu, víðsýnir heimsborgarar og miklir friðarvinir. Mjög gætti einnig áhifa MacDonalds á afvopnar-ráð- stefnunni í Geneva 1924. Er það dómur þeirra, sem kunnugastir eru þeirn málum, að MacDonald hafi verið atkvæðamikill utanríkisráðherra og hafi með starfi sínu á því sviði aukið liróður Englands. Miklu minna varð honum ágengt í innanlands- málum; stjórn hans fékk ekki að neinu ráði létt martröð atvinnuleysisins af ensku þjóðinni, en það var þá vandamálið mesta heimafyrir, og bíður enn liappasællar úrlausnar, þar sem annarsstaðar. Næstu fimm árin var MacDonald enn foringi flokks síns á þingi; kom hann, sem vænta má, víða við sögu, en rúm leyfir ekki að segja frá starfi hans, á þingi og utan þings, þessi árin. Við kosningarnar haustið 1929 varð verkalýðsflokk- urinn í meirililuta og MacDonald varð aftur for- sætisráðherra, en samherji hans um langt skeið, Arthur Henderson, varð utanríkisráðherra. Vart þarf að minna á það, hve mörg og flókin úrlausn- arefni þeir eiga við að glíma, sem landsstjórn hafa með höndum þessi árin. MacDonald og ráðuneyti hans hafa ekki farið varhluta af vandamálunum. Mun mega segja, að allvel hafi ráðist úr utanríkis- málum yfirleitt, þó fjarn sé, að sambandsmálum Englands og Indlands sé enn til lykta ráðið, en nokkuð hefir þó þokast í áttina fyrir mannúðar- anda og samvinnulipurð MacDonalds og verka- mannastjórnar hans. Ferð hans til Bandaríkja haustið 1929 mun hafa orðið til þess að treysta vináttuböndin milli Englendinga og Bandaríkja- manna, og samræður lians við Hoover forseta bor- ið nokkurn árangur, hvað snertir takmarkanir sjó- hers og flota. Ræða sú, sem liann flutti í New York, 11. október þá um haustið, var djúpsæ og öflug friðarhvöt, og má mikið vera, ef hún hefir ekki vakið marga þeirra, sem heyrðu hana eða iásu, til meiri umhugsunar um friðarmálin og sann-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.