Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Síða 34
32
ari skilnings á orsökum og afleiðingum styrjalda.
Öðru máli er að 8'egna um innanlandsmálin;
reyndust þau, einkum atvinnuleysið og fjárliags-
vandræðin, MacDonald og verkalýðsstjórn hans
þrándur í götu og komu henni að lokum á kné í
sumar er leið. Andstæðingar hennar halda því
einnig fram, að verkamannastjórnin liafi verið ó-
hagsýn og eyðslusöm úr hófi fram, og of hliðholl
fylgismönnum sínum. Er til þess kom, að finna
leið út úr fjármála-ógöngunum, urðu verkamenn
ósammála; verkalýðsfélögin voru andvíg sparnað-
artillögum MacDonalds, einkum lækkun atvinnu-
leysis-styrkja. Klofnaði verkamannastjórnin á þessu
máli; eitthvað helmingur ráðherranna fylgdi Mac-
Donald að málum, en hinir héldu fram kröfum
verkalýðsfélaganna. Beiddist hann þá lausnar, en
konungur fól honum að mynda bráðabirgða sam-
steypustjórn. Var slík stjórn mynduð undir for-
ystu MacDonalds; auk nokkurra verkamanna ráð-
herra, eiga úrvalsmenn úr hinum flokkunum sæti
í henni. Aðalhlutverk samsteypustjórnarinnar er
úrlausn fjárhagsvandræðanna. Eins og m&nn
muna, vann hún stórsigur í nýafstöðnum kosning-
um, og eru ýmsar getur að því leiddar, hvernig
samvinna muni takast meðal ráðherranna. Mac-
Donald hefir sætt afar misjöfnum dómum fyrir
framkomu sína. Fjöldi enskra blaða, einkum mál-
gögn frjálslynda flokksins og íhaldsflokksins, hófu
hann til skýjanna fyrir ósérplægni og ættjarðarást,
er meira metur þjóðarheillina en hagsmuni einn-
ar stéttar. Hins vegar réðust verkalýðsfélögin og
blöð þeirra harðlega á MacDonald, brugðu honum
um liðhlaup og svik við verkamenn, og nú hefir
verkamannaflokkurinn, sem á undanfarandi gengi
sitt mjög mikið að þakka MacDonald, útskúfað
leiðtoga sínum algerlega. Fyrir kaldhæðni atvik-
anna er MacDonald því kominn í hóp þeirra, sem
útlægir eru gerðir af fylgjendum sínum, en hafnir
í hetjusess af andstæðingum sínum. Bíður það