Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Side 37
35
nefnist íslendingafljót, sker sig í bugðum í gegn-
um bygðina. Hafa mörg þau lönd er að því liggja
verið mæld í kvartmílu breið langlot til enda frá
fljótinu. Hér eru þau: nefnd “lot’’, og section-tal-
an sett við hvert þeirra. Talin frá vestri til austurs
eru þau merkt þannig: “v.v.", vestri helmingur af
vestri helming; “e.v.’’, eystri helmingur af vestri
helming; “v.e.”, vestri helmingur af eystri helm-
ing; “e.e.’’, eystri helmingur af eystri helming.
Á sama hátt eru þau merkt frá suðri til norðurs,
t. d. “s.s.” syðri helmingur af syðri helming, o.
s. frv.
Þetta landnematal íslenzkra innflytjenda í
þessa bygð tilheyrir aðeins Township 22, Range 3
E., og er talið eftir sections-röðum.
Landnemi, S.v. 3.
Cuðmundur 0. Einarsson. — Hann er sonur
Einars Einarssonar, þess er nam Öxarárland (N.E.
16). Að landnámi föður hans verður Guðmundar
nánar getið.
Landnemi, N.v. 3.
Ásmundur ólafsson. — Um ætt hans liafa eklri
fengist neinar upplýsingar. Hann var einn hinn
iistfengasti maður, bráðgreindur og vel gefinn að
flestu atgervi. Hann er látinn fyrir allmörgum árum.
Giftur var hann Kristínu dóttur Hjálmars Jóhann-
essonar á Svarfhóli (S.v. 15). Þau barnlaus.
Landnemi, S.e. 4.
Björn I. Bergmann. — Faðir hans var Jónas
bóndi á Uppsölum (Rófu) í Miðfirði, Jónassonar
s.st.; en móðir hans var Soffía Björnsdóttir. Ragn-
heiður er kona Björns Bergmanns; hún er dóttir
Skapta bónda í Litlu-Tungu í Miðfirði, Helgasonar
s.st.; en móðir hennar var Margrét Bjarnadóttir