Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Síða 39
37
og Lilja giftu sig 1896, en fluttu: til Vesturheims ár-
ið 1900. Á landið settust þau 1907. Eina dóttur
eiga þau hjón á lífi; hún heitir Kristín og ier heima
lijá þeim. Þrjú börn mistu þau ung. Haraldur
Normann heitir kjörsonur þeirra. —• Jóhannes er
þrekmenni að burðum og hinn mesti atorkumaður.
Hann hefir unnið mikið að steinsteypugerð síðan
hann kom vestur. Talið er víst að hann sé nú bú-
inn að byggja hátt á þriðja hundrað kjallara, suma
með reykháfum; þar að auki ýmsar aðrar bygging-
ar — gangstéttir m. fl. Hefir hann þar náð miklu
almenningstrausti, því hann er bæði trúvirkur og
mikilvirkur, og í öllu er hann hinn ábyggilegasti.
Landnemi, N.V. 4.
Jóhannes Pétursson. — Faðir hans var Pétur
bóndi í Landakoti, Guðmundsson bónda á Efstabæ
í Skorradal, Ólafssonar skipasmiðs í Kalastaðakoti,
Péturssonar. En móðir hans var Guðrún Jónsdóttir
bónda á Búrfelli í Miðfirði, Jónssonar. — Kona
Jóhannesar er Salóme Jónatansdóttir bónda á
Tannstaðabakka í Hrútafirði, Jakobssonar bónda í
Hundadal í Dölum, Samssonsonar skálds, Sig-
urðssonar. Móðir hennar var Margrét Skúladótt-
ir, systir þeirra Einars á Tannastaðabakka og Jóns á
Söndum. — Þau Jóhanmes og Salóme giftu sig ár-
ið 1899. Ári síðar fluttu 'þau til Vesturheims og
settust þá að í Winnipeg. Á þetta land fluttu þau
1906. Þar heitir Jaðar. Þau eignuðust saman eitt
barn, er dó ungt. Son eignaðist Salóme áður en
hún giftist Jóhannesi, er heitir Ólafur Jón. Faðir
hans var Guðmundur, sonur Þórðar bónda í Háa-
gerði á Skagaströnd. Þau Salónne og Guðmundur
voru hvort öðru heitin, er hann druknaði í fiski-
róðri frá Ójlafsvík undir Jökli. ólafur er hjá móð-
ur sinni og stjúpföður sínum; gengur hann undir