Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Síða 41
39
Þess er getiö í landnámsþáttum Grunnavatnsbygö-
ar, að Önundur hafi keypt þar land.
Landnemi, N.V. 5.
Bjarni Jóhannesson. — Hann ier sonur Jó-
hannesar Guðbrands, sem hér verður getið næst.
Hann er til heimilis hjá föður sínum, en starfrækir
landið af áhuga og dugnaði. Hann er einn hinn
efnilegasti piltur.
Landnemi, N.E. 5.
Jóhannes Guðbrandur Jóhannesson. — Fað-
ir hans var Jóhannes bóndi í Saurhúsum í
Laxárdal í Dölum, Jónsson, Torfasonar. En móð-
ir hans var Margrét Bjarnadóttir, Marteinssonar.
— Kona Jóhannesar Guðbrands var Halldóra, dótt-
ir Bjarna bónda í Knarrarhöfn í Hvammssveit,
Jónssonar. Þórdís hét móðir hennar Björnsdóttir.
Bróðir Bjarna í Knarrarliöfn var Jens hreppstjóri
á Hóli í Hvammssveit, sem var nafnkunnur merk-
isbóndi á sinni tíð. — Þau Guðbrandur og Hall-
dóra giftu sig árið 1889. Eftir það bjuggu þau á
Goddastöðum í Laxárdal, þar til þau íluttust til
Vesturheims 1901. Á þetta land fluttu þau 1908.
Börn þeirra eru: 1. Bjarni, sem hér var getið að
framan; 2. Jóhannes Marteinn, er heima á íslandi;
3. Þórdís Ingibjörg, gift Halldóri syni Brynjólfs hótel-
eiganda í Árborg; 4. Margrét, gift Chanci, þýzkum að
ætt; 5. Jóhanna Aðalheiður. Halldóra kona Guð-
brands dó 1923. Hún var ein hin merkasta kona,
greind og vel gefin. — Síðan Halldóra dó hefir Guð-
brandur haft ráðskonu. Hún heitir Ingibjörg, dóttir
Benedikts hónda á Bjargarstöðum í Miðfirði, Jóns-
sonar, Guðmundssonar. Benedikt var talinn með-
al hinna merkustu bænda í sínu héraði og víða
þektur að lijálpfýsi og veglyndi. En móðir Ingi-
bjargar var Sesselja Jónsdóttir bónda á Bjargar-