Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Page 45
43
ar á Hálandi (N.E. 17). Þar verður hans getið
nánar.
Landnemi, S.V. 7.
Jóhannes Ágúst H. Jóhannesson. — Hann er
sonur Hjálmars á Svarfhóli (S.V. 15). Hann er
einhleypur.
Landnemi, N.V. 7.
Guðmundur Sigvaldason. — Hann er sonur
Sigvalda í Framnesi (L. V.V. 22). Hann hefir keypt
Fögruvelli (L. V.E. 20). Þar býr hann og verður
hans 'þar nánar getið.
Landnemi, N. E. 7.
Jón Jónsson. — Um ætt hans hafa engar upp-
lýsingar fengist. En þeir sem honum voru kunn-
ugastir, héldu hann hafa verið Borgfirðing. Að m.
k. hafa verið þar í hinum syðri sveitum, sunnan
Hvítár. Kona Jóns var Guðný Finnsdóttir, systir
Finns, sem hér verður síðar getið við landnám
(N.E. 32). Þau eignuðust börn nokkur, en voru
búin að sjá á bak þeim öllum, sumum uppkomn-
um. Guðný var dáin á undan Jóni. Hann náði
háum aldri og lézt fyrir fáum árum; var hann þá
kominn að Jaðri (N.V. 4) til Jóhannesar Péturs-
sonar og naut þar aðhlynningar Salóme konu hans
síðustu stundir æfinnar. En þá var hann orðinn
svo sljór á minni, að hann gat ekkert greint um
ætt sína eða æfiferil. — En það var alkunnugt, að
Jón “bekk” (svo var hann jafnan kallaður) stund-
aði járnsmíð. Þótti hann verið hafa einn hinn
stórvirkasti smiður á því verksviði, og að því skapi
vandvirkur. Og það vissu líka nokkrir, að hann
lærði klénssmíöi á nokkuð ungum aldri hjá Birni
Hjaltested í Reykjavík.