Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Qupperneq 47
45
barna, dáinn nú fyrir nokkuð mörgum árum. —
Árið 1888 misti Jón konu sína. Eftir það bjó hann
með ráðskonu. Hún hét Kristín Símonardóttir,
systir Sigvalda í Framnesi. Hjá honum var liún
meðan hann lifði. Síðast bjó Jón að Urriðaá í
Miðfirði. Þaðan fluttist hann til Vesturlneims ár-
ið 1901. Næsta ár flutti hann á þetta land, sem
hann tók rétt á og nefndi Odda. Hann lézt 15.
apríl 1922, 73 ára. En Kristín ráðskona hans er
nýlega látin á elliheimilinu á Gimli.. — Guðmund-
ur Magnús, sonur Jóns, býr nú á föðurleifð sinni,
Odda. Hann er tvíkvæntur. Fyrri kona lians var
Magdalena Jónatansdóttir, systir Salóme konu Jó-
liannesar Péturssonar á Jaðri (N.V. 4). Hún lézt
3. apríl 1911. Þau voru barnlaus. — María er síðari
kona Magnúsar. Hún er dóttir Einars bónda á
Hríshóli í Reykhólasveit, Péturssonar hreppstjóra
s. st., Gestssonar hreppstjóra s. st., Einarssonar
dbrm. í Rauðseyjum, Sturlaugssonar. Föðursystir
Einars á Hríshóli var Ragnheiður móðir Gests Páls-
sonar skálds. Móðir Maríu var Elín, dóttir Jó-
hannesar bónda á Blámýrum í Ögursveit og Guð-
finnu Andrésdóttur. Móðir Einars á Hríshóli var
Ástríður Magnúsdóttir í Skáleyjum, Einarssonar.
Bróðir Magnúsar í Skáleyjum var Guðmundur pró-
fastur á Breiðabólsstað á Skógarströnd. En systir
þeirra var Þóra móðir séra Matthíasar Jochumsson-
ar. — María er af gáfuðu fólki komin — er sjá má
hér að framan — enda er hún prýöisvel greind og
skemtileg í viðtali. Og svo ungleg er hún í sjón,
að hver sá er ekki vissi að hún væri kona Magn-
úsar, mætti öllu fremur ætla að hún væri dóttir
hans; enda er aldursmunur þeirra nokkur, þó meiri
sýnilega að útliti. En húsfreyjan gefur það ekki
manni sínum að sök, þótt hann sé nokkuð farinn
að gangast fyrir við aldur. Mikiu fremur virðir
hún það við hann, hvað hún hefir haldið sinni
æskufegurð síðan leiðir þeirra lágu saman; því