Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Qupperneq 50
48
eins og áður er getið. Til Nýja íslands flutti svo
Jón með foreldra sína 1902. Tóku þau þá rétt á
þessu landi og settust þar að. Þar heitir í Hvammi.
Guðmundur dó sama ár, en Sigríður hélt áfram
réttinum. Hún dó 1907. — Kona Jóns í Hvammi
er Guðrún Símonardóttir bónda á Fossi á Skaga
í Skagafjarðarsýslu, Þorlákssonar bónda s. st.,
Gunnlaugssonar bónda á Gauksstöðum, Gunnlaugs-
sonar. Móðir Guðrúnar var Guðrún Þorvaldsdótt-
ir bónda á Skefilsstöðum, Gunnarssonar eldra
bónda á Skíðastööum í Laxárdal, Guðmundssonar
bónda í Hvalsm&si, Gunnarssonar bónda s. st. —
Guðrún var þá um tvítugsaldur, er hún fór til
Kaupmannahafnar árið 1884. Þar lærði bún mat-
reiðslu og vann við það starf á spítala, þar til hún
flutti þaðan til Vesturheims 1889. Fór hún þá til
Jóns, er þá var í Hensel, N. D., Sama ár giftu þau
sig. Þau eiga tvo sonu og eina dóttur: Jónína
Guðrún, er gift Helga Daníelssyni. En synir þeirra
eru: Sigmundur og Símon Sveinn, drengir góðir
og dagfarsprúðir. Má og háttprýði þeirra hjóna
í Hvammi teljast fyrirmynd.
Landnemi, N.E. 10.
Andrés Davíðsson. — Móðir hans var Guörún
Magnúsdóttir bónda í Héraðsdal, Snæbjörnssonar
prests í Grímstungu, Halldórssonar biskups á Hól-
um. Kona Andrésar var Steinunn Jónsdóttir verzl-
unarþjóns að Búðum, Vigfússonar. En móðir
hennar var Katrín Gísladóttir bónda í Hraunhöfn
við Búðir. Börn þeirra eru: 1. Víglundur húsa-
gerðarmaður í Winnipeg; 2. Trausti, giftur Guð-
rúnu Þorláksdóttur úr Dölum; 3. Sigríður Katrín,
gift Metusalem Jónssyni, Þórarinssonar, húsagerð-
armanni í Winnipeg; 4. Guðrún, gift Hans Sveins-
syni, málara í Winnipeg. Á þessu heimilisréttarlandi
sínu bjó Andrés í 16 ár. Þar kallaði hann að Willow-
liæðum. Á því tímabili fékst liann mikið við lækn-