Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Síða 53
51
hve skjótráður hann var og úrræöagóður. Svo kvað
Þorbjörg Steingrímsdóttir frá Brúsastöðum í Vatns-
dal, á ferð með honum yfir Svínaskarð í stórhríð
og snjókyngi rniklu: “Ráða bæði og rænulaus
Runnið frá þar hefði margur. En Daníel er dæma-
laus dugnaðar - og hreystivargur.”. — Þau Jó-
hanmes og Þuríður Jónína giftu sig 1919. Börn:
1. Guðrún Anna; 2. Ólöf Rósbjörg; 3. Jóhannes
Victor.
Landnemi, N.E. 13.
Stefán Guðnason. — Faðir hans Guðni
Erlendsson, mun hafa verið Þingeyingur. Aðrar
upplýsingar hafa enn ekki fengist um hann. Kona
Stefáns var Sigurbjörg Hannesdóttir, Ásmundsson-
ar, Gunnlauigssonar. En móðir hennar var Kristín
Benediktsdóttir. Þau fluttu af Vopnafirði til Vest-
urheims 1896, og settust litlu síðar á þetta land.
Börn þeirra eru: 1. Hannes, ólst upp hjá móður-
foreldrum sínum, kom ekki vestur; 2. Stefanía
Friðrika; hún ólst upp hjá Kristjáni Jóhannssyni
á Hóli á Hólsfjöllum. E-r landnámskona í Fram-
nesbygð (lot 27); 3. Jón Ólafur, er druknaði í Win-
nipegvatni hauistið 1908; 4. Anna Sveinína, átti
enskan mann; 5. Kristín, átti Jónatan, búsett að
Hallson, N. D.; 6. Petrína, átti enskan mann; 7.
Sigurgieir, giftur Rúnu Sigurgeirsdóttur frá Mýr-
um, Einarssonar. — Stefán er nú látinn fyrir all-
mörgum árum. Síðuistu árin baslaði hann með
börnum sínum og fórst það vel. — Þá var Sigur-
björg farin frá honum til einhvers Ólafs Sigurðs-
sonar, er yfirgaf sína konu.
Landnemi, S.V. 14.
Svanberg Sigfússon. — Hann er sonur Sig-
fúsar, er nam Blómsturvelli (S.V. 23). Svanberg
hefir ekki búið á landi sínu, eu vann réttinn á því