Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Page 55
53
s. st., Sigfússonar bónda á Skeggjabrekku, Bjarna-
sonar hreppstjóra í Brekkukoti í Hjaltadal, Arn-
grímssonar, Bjarnasonar, Arngrímssonar. Þeir voru
allir bændur í Hjaltadalnum. — MÓðir Jóns Dags-
sonar var Þuríður Símonardóttir frá Hamri í Pljót-
um, Jónssonar. Móðir Dags var Guðrún Þorkels-
dóttir bónda á Vatnsenda, Guðmundssonar. En
móðir Bjarna á Karlsstöðum var Guðný Jónsdóttir
bónda í Brimnesi í Ólafsfirði, Arnórssonar, Þor-
steinssonar á Stórubrekku, Eiríkssonar (Stóru-
brekkuætt). Móðir Guðnýjar var Þóra, dóttir Jóns
á Auðunnarstöðum í Svarfaðardal og Ingibjargar
Jónsdóttur á Melum, þess er smíðaði 24 Ijái á dag.
(Melaætt). -— Kona Jóns Dagssonar var Anna Ste-
fánsdóttir bónda á Þúfnavöllum í Vaðlaþingi, Jóns-
sonar. Þau hjón eru fyrir löngu dáin. Dóttir þeirra
er Jónanna kona Páls á Geysir.
Landnemi, S.V. 15.
Hjálmar Jóhannesson. — Paðir hans var Jó-
hannes bóndi á Svarfhóli í Laxárdal í Dölum Hall-
dórsson. Kona Hjálmars var Guðbjörg Sturlaugs-
dóttir, Bjarnasonar. Móðir hennar var Halldóra
Halldórsdóttir, systir Jóhannesar föður Hjálmars;
þau hjón voru því systkinabörn. Þau giftu sig
1886, en fluttu til Vesturheims 1888. Á þetta land
fluttu þau 1901. Þar heitir Svarfhóll. Börn þeirra
eru: 1. Kristín Guðbjörg, kona Ásmundar Ólafsson-
ar (N.V. 3.); síðar giftist hún Sveini kaupmanni
Thorvaldson í Riverton, er hans seinni kona; 2.
Jóhannes Ágúst; 3. Sturlaugur Halldór, giftur Guð-
leifu Kristjánsdóttur, Bjömssonar, og Bjargar
Markúsdóttur; búsett í Riverton; 4. Sesselja Sig-
ríður kona Hermanns Hallssonar (S.V. 16), Þor-
varðssonar. Þau búa á Svarfhóli. Sonu eiga þau
tvo: Marvin Prjmann og Stefán Hjálmar. — Þau
Guðbjörg og Hjálmar eru bæði dáin. Hún dó 1913,
48 ára. En hann dó 1931, 73 ára. Bróðursonur
hans er skáldið Jóhannes frá Kötlum.