Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Qupperneq 56
54
Ekkert var um Hjálmar hátt
haft né fært í letur; —
Þótti samt, þó segði fátt,
sjá fram mörgum betur,
Landnemi, N.V. 15.
Árni Vigfússon. — Faðir hans var Vigfús bóndí
á Staðarhóli í Andakíl, ólafssonar bónda á Báru-
stöðum, Jónssonar. Móðir Árna var Amfríður
Árnadóttir gullsmiðs í Lambhaga í Leirársveit,
Bergþórssonar. — Árni er tvíkvæntur. Fyrri kona
hans var Ingibjörg Elízabet Guðmundsdóttir, og
Hólmfríðar, er búsett voru í Borgarfirði. Þau giftu
sig 1893. Til Vesturheims fluttuist þau sama ár,
og settust þá strax á þetta land. Þar heitir Hjarðar-
holt. Þau eignuðust þrjú börn: Guðmundur Sveinn;
er féll í stríðinu mikla; Vigfús Árni, er skipstjóri á
Winnipegvatni; en Hólmfríður er dóttir þeirra, gift
William Edward, af enskum ættum. Hann vinnur
fyrir póststjórnina í Minneapolis. Ingibjörg Elíza-
bet lézt 19. apríl 1919. — Síðari kona Árna er Mar-
grét Elízabet; þau giftu sig 19. júlí 1920. Hún er
dóttir Baldvins bónda í Gunnólfsvík á Langanes-
strönd, Guðmundssonar bónda í Ærlækjarseli í Ax-
arfirði, Sigvaldasonar, Eiríkssonar, Styrbjarnarson-
ar á Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð. Móðir Margrétar
var Elín Katrín Gísladóttir, Jónssonar, ættuð úr
Húnavatnssýslu. En móðir Baldvins í Gunnólfsvík
var Soffía Sigurðardóttir frá Skógum í Axarfirði —
Margrét Elízabet var þá ekkja, er Árni fékk henn-
ar. Fyrri maður hennar var Arngrímur Jósefsson,
Arngrímssonar, Jósefssonar hreppsstjóra á Haugs-
stöðum í Vopnafirði. Börn þeirra eru Elín Kristín
og Marvin Arngrímur.
Landnemi, N.E. 15.
Páll Halldórsson. — Faðir lians var Halldór