Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Page 57
55
Jónsson, landnemi í Fljótsbygð, sem getið er í land-
nematali þeirrar bygðar. Kona Páls er Jónanna,
dóttir Jóns Dagssonar (S.E. 15). Þau giftu sig 1880.
Á þetta land fluttu þau; fám árum síðar. Börn
þeirra eru: Dr. Jóhannes, giftur Sigríði, dóttur Sig-
fúsar Péturssonar landnema í Fljótsbygð; 2. Ás-
björn, giftur Bergrósu systur Sigríðar; 3. Sigríður,
gift Guðmundi Jónssyni frá Grund, í Fljótsbygð
sunnanverðri; 4. Jón. — Þar heitir Geysir, er Páll
nam land. Þar var sett pósthús á fyrstu landnáms-
árum bygðarinnar, sem bygðin er kend við. Þar
hafði Páll nokkuð mörg ár póstafgreiðslu á hendi.
Nú eru þau Páll og Jónanna hætt búskap og flutt
til Riverton. — Jón sonur þeirra býr nú á landinu.
Hann er dugandi framfarabóndi og hefir famast
vel. Kona hans ier Una Friðný frá Djúpadal, dótt-
ir Jónasar Þorsteinssonar og Lilju Friðfinnsdóttur,
hin mesta ágætiskona. Börn þeirra eru: 1. Jó-
hannes; 2. Lilja Jónasína; 3. Páll; 4. Valdimar; 5.
Sigrún Sigurlín.
Landnemi, S. E. 16.
Björn Eyjólfsson. — Hann var sonur Eyjólfs
Einarssonar og Þórönnu Björnsdóttur, landnáms-
hjóna á Eyjólfsstöðum (lot N.S. 27). Björn vann
réttinn á landinu hjá foreldrum sínum og starf-
rækti það á sumrin, en vann á Winnipegvatni á
vetrin. Er hann hafði uppfylt landtökuskyldumar
og eignast landið, seldi hann það Sveini bróður
sínum. Þá fluttist hann vestur að Manitobavatni
og 'settist þar að um tíma. — Kona Björns er Ingi-
björg, dóttir Sveins Borgfjörðs, Guðmundssonar
bónda á Hrærekslæk í Hróarstungu, Ásgrímsson-
ar. Móðir hennar var Þorbjörg Guðmundsdóttir
skipasmiðs á Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði, Árna-
sonar. En móðir Sveins Borgfjörðs var Ingibjörg
Sveinsdóttir bónda í Snotrunesi, Snjólfssonar.
Hennar móðir var Gunnhildur, dóttir Jóns sterka