Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Síða 59
57
Landnemi, S.V. 16.
Hallur Frímann Þorvarðarson. — Faðir hans
var Þorvarður lireppstjóri á Leikskálum í Hauka-
dal, Bergþórssonar bónda s. st., Þorvarðarsonar
bónda s. st., Bergþórssonar einnig bónda á Leik-
skálum, Þorvarðarsonar, Runólfssonar, Þorvarðar-
sonar, Runólfssonar sýslumanns, Sigurðssonar.
Móðurætt Runólfs Þorvarðarsonar má rekja til
Daða í Snóksdal. — Móðir Halls var Kristín Jón-
asdóttir bónda á Innra-Leiti á Skógarströnd, Þor-
steinssonar. Móðir hennar var Guðbjörg Teits-
dóttir bónda á Hrafnabjörgum í Dölum, Halldórs-
sonar. En móðir Guöbjargar var Ingibjörg Kristó-
fersdóttir bónda á Ketilsstöðum í Harðardal, Guð-
mundssonar bónda s. st., Bersasonar bónda í Ólafs-
ey, Teitssonar bónda s. st., Sighvatssonar bónda á
Selalóni, Jónssonar. Móðurætt Teits Sighvatsson-
ar má rekja til Einars prests Ölduhryggjarskálds,
sem Jón biskup Arason getur í hinum vel kveðnu
vísuorðum: “Öld telur afbragð skálda Einar prest
fyrir vestan.”—(Þessi ættfærsla er dregin út úr ætt-
artölu Jónasar bróður Halls, sem Kr. Á. B. skrif-
aði saman.) — Um það vantar upplýsingar nær
Hallur flutti af íslandi vestur; en það var fyrir
aldamótin eða nálægt þeim. En um það var þeim
kunnugt, er kyntust honum, að hann var dreng-
ur góður, einarður og hreinskilinn, þéttur á velli
og þéttur í lund. Ekki var hann stór vexti, en
knár var hann að verki; og að reyna við hann i
átökum var flestum ofurefli, þótt knáir væri og
herðabreiðir — svo var hann snar og fylginn sér.
Höfðu menn oft gaman af því, er stórir og digur-
barkarlegir glímuberserkir fóru að reyna sig við
liann í fangbrögðum, hversu fljótur hann var að
jafna þá við jörðu. Hallur var maður vinsæll í
bezta lagi. — Árið 1901 flutti Hallur á landið og
nefndi Laufskáia. Kona hans er Margrét Árna-
dóttir, ættuð úr Rangárþingi. Þau e ignuðust dæt-
L