Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Síða 62
60
hann réttinn á landinu. Síðar vann hann við verzl-
un Stefáns kaupmanns Sigurðssonar á Hnausum.
Hann giftist Hansínu, dóttur Sigríðar systur Ste-
fáns. Faðir Hansínu var Albert, er var bóndi við
Mountain, N. D., Sigurbjörnsson bónda á Varðgjá,
Hanssonar bónda á Syðri-Neslöndum við Mývatn.
Þrjú börn eignuðust þau: 1. Ólína; 2. Sigríður; 3.
Guðmundur. — Guðmundur Erlendsson var einn
liinn gervilegasti maður, drengur í raun og hvers
rnanns hugljúfi. Hann er dáinn fyrir allmörgum
árum síðan. Hann var einn þeirra mætu manna,
sem varð að falla frá á bezta aldursskeiði, sem
mikil eftirsjá er að. — Hansína giftist síðar Jósef
Helgasyni. Þau eru á Gimli.
Landnemi, S.V. 17.
Brynjólfur J. Sveinsson. — Hann er sonur
Jóns á Þingvöllum, Sveinssonar (L. E.E. 20.). —
Kona hans er Jane Loack, dóttir Sigurðar Nordals
í Norðtungu. Þau eru nú búsett í Árborg. Bóru
þeirra eru: 1. Jóhanna Ingibjörg; 2. Jón Sveins-
son; 3. Norma Pearl; 4. Valdína Bergljót; 5. Bene-
dikt; 6. Einar Benediktson; 7. Þorbjörg; 8. og 9.
Sigurður Nordal og I-Ialldór Frímann, tvíburar; 10.
Margrét Sigríður; 11. Sveinbjörg.
Landnemi, N.V. 17.
Kristján J. Sveinsson. — Hann er sonur Jóns
á Þingvöllum, Sveinssonar. Kona hans er Svan-
björg, dóttir Gunnars á Hlíðarenda í Árdalsbygð.
Þau eru búsett í Árborg. Þau eiga dætur þrjár og
fjóra sonu: 1. Kristján Vilberg; 2. Brynjólfur
Loack; 3. Allan Roy; 4. James Frímann. En dæt-
ur eru: 1. Jóhanna Guðlaug; 2. Evelyn May; 3.
Doris Ólafía. — Kristján er skýrleiksmaður í bezta
lagi, en liægur í dagfari og lætur lítið á sér bera.