Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Page 65
63
dvalið hjá Jóhönnu dóttur sinni. Hún þótti merk-
iskona.
Landnemi, S.V. 18.
Viihjálmur Árnason. — Móðir hans er Guðrún
Ingólfsdóttir, er var landnámskona í Árdalsbygð
(Lot 17). Kona hans er Sólveig, dóttir Jóns, er
nam land að Húsafelli í Pljótsbygð. Þau eru nú
búsett í Riverton..
Landnemi, N.V. 18.
Bjarni Sigvaldason. — Hann er sonur Sigvalda
í Framnesi (L. V.V. 22). Hann er vel fjáreigandi
góður drengur og vinsæll.
Landnemi, N.E. 18.
Sigríður Stefánsdóttir. — Hún er ekkja Ste-
fáns Oddleifssonar. Hann var bróðir Gests í Haga.
en Sigríður er systir Þóreyjar. Stefán hafði ekki
tekiö land en bjó á húsuðu landi. Dauða hans bar
að með þeim sviplega hætti, að hann brann inm
með sonum sínum tveimur, Stefáni og Antoníusi,
aðfaranótt 13. marz 1903. Guömundur, sem var
þeirra elztur bræðra, bjargaðist út úr eldinum. Sig-
ríður var þá ekki heima, né tveir yngstu drengirnir:
Jón Bjarni og Uni Oddleifur. Eftir það fór Sig-
ríður til Bjarna í Gullbringu (L. E.V. 19). Þar
vann hún réttinn á landinu. Hún var ráðskona
hjá Bjarna; því arfleiddi hann Sigríði að öllum eign-
um sínum. Hún býr nú í Gullbringu.
Landnemi, V.V. 19.
Þorsteinn M. Borgfjörð. — Hann er albróðir
þeirra Guðmundar og Jóns, fyrstur landnema Ár-
dalsbygðar (Lot 24 og 25). Þorsteinn fluttti til
Vesturheims með bræðrum sínum 1888. Ári síð-
ar settist hann á landið. Hann er tvíkvæntur.