Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Síða 69
67
í Framnesi (Lot V.V. 22). Sigurður er meðal hinna
nýtari bænda, en lætur lítið á sér bera. — Kona
hans er Jónína Lára, dóttir Bjarna Marteinssonar
fyi’verandi sveitarskrifara og Helgu Guðmundsdótt-
ur í Garði, Marteinssonar. Foreldrar þeirra hjóna
er getið í Landnematali Hnausa- og Fljótsbygða.
Þau Sigurður og Jónína Lára giffcui sig 29. júní
1921. Biörn þeirra eru: 1. Alvin; 2. Edwin; 3.
Bjarni; 4. Vilmar.
Landnemi, Lot E.E. 19.
Páll Gíslason. — Hann var Rangæingur. Til
Vesturheims flutti hann 1876 með Oddnýu móður
Sigurmundar, og hjá henni var hann þar til 1905.
Þá fór hann til Gests í Haga og Þóreyjar. Hann
lézt hjá þeim 8. apríl 1923, 82 ára. Þórey eignaðist
landið.
Landnemi, Lot V.V. 20.
Ásgeir Friðgeirsson. — Hann mun vera Þing-
eyingur. Bróðir hans var séra Einar Friðgeirsson á
Borg á Mýrum, nú látinn. Kona Ásgeirs er Þorbjörg
Hákonardóttir bónda á Haukabergi á Barðaströnd,
Snæbjarnarsonar bónda í Dufansdal í Arnarfirði,
Pálssonr bónda s.st., mála-Snæbjarnarsonar. Svo
sagði fólk, er þekt hafði Þorbjörgu áður hún giftist,
að liún hefði þótt með allra gáfuðustu og fríðustu
stúlkum, glaðvær, frjálsleg og skemtil-eg. Um Á-s-
geir hafa litlar upplýsingar fengist. En hann þótti
listfengur smiður bæði á tré og járn. Vann liann
líka mikið að því alla tíma árs, gekk því búskapur
lians miður, en hélt honum þó nokkuð við, þar til
hann fór að verzla, þó í smáum stíl — varð hann
þá fljótlega félítill og flutti til Árborgar. Var hann
þá líka bliaður mjög á heilsu og nokkuð hniginn
að aldri. Eftir nokkurra ára dvöl í Árborg, flutti
Ásgeir með fjölskyldu sína, konu og tvo born, er þau
áttu saman, þá uppkomin, — suöur til Califomíu.
Sagt var að hann hefði átt góðan frændastyrk þar