Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Qupperneq 72
70
Guðmundar á Svalbarði; 3. Stefanía Sigurbjörg,
kona Jóns B. Pálmasonar á Gimli; Ingibjörg Arin,
kona Valdimars Baldvinssonar, búsett í Winnipeg;
5. Gestur Stefán, kona hans heitir Minnie, þýzk að
ætt, þau eru búsett í Árborg; 6. Sigurður Óskar,
kona lians er Ólöf Aöna ,dóttir Einars læknis Jón~
assonar á Gimli, búsett í Árborg; 7. Þórey Sigríð-
ur, kona Percy Jónassonar verzlunarþjóns í Ár-
borg; 8. Sigurbergur, kona hans er Ruby Bernice
Brynjólfsdóttir hóteleiganda í Árborg, þar búsett:
9. Jóhannesína, kona Gunnars E. Ingjaldssonar,
þau eru búsett í Kandahar, Sask. 10. Mabel Lára,
kona Kolbeins Goodmans, þau eru til heimilis hjá
foreldrum hennar í Haga. — Faðir Kolbeins var
Guðmundur Kolbeinsson, kominn frá séra Kolbeini
í Miðdal. En móðir hans er Sigríður, systir Gísl-
ínu móður séra Ragnars Et Kvaran.
Landnemi, Lot V.E. 20.
Jón Sveinsson. — Faðir hans var Sveinn prest-
ur að Þykkvabæjarklaustri, Benediktsson. En móð-
ir hans var Kristín Jónsdóttir bónda á Esjubergi,
Örnólfssonar. Bróðir Jóns Sveinssonar var þing-
skörungurinn þjóðkunni, Benedikt Sveinsson, sýslu-
maður Þingeyinga. — Jón var tvíkvæntur. Helga
hét fyrri kona hans. Þeirra son var Jón faðir séra
Halldórs, sem var prestur vestur á Kyrrahafs-
strönd, býr í Blaine. Jóhanna var síðari kona Jóns
Sveinssonar. Þar heita Þingvellir, er þau námu
land. Það þótti mikið til um skörungsskap þeirra
hjóna. Bæði eru þau dáin fyrir mörgum árum.
Guðlaug heitir dóttir þeirra, gift enskum manni,
búsett í Wynyard, Sask. En synir þeirra eru Brynj-
ólfur og Kristján, sem áður er getið (S.V. og N.V.
17). Þeir eru nú búsettir í Árborg.
Landnemi, Lot E.E. 20.
Jón Bjarnason. — Faðir hans var Bjarni Guö-