Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Síða 75
73
son á Hofsstöð'um; þeirra synir voru hinir nafn-
kunnu Hofsstaðabræður, Björn og Sigurður. — Til
Vesturheims flutti Tómas á unga aldri 1876, fór
með Jóni lækni Jónassyni frá Syðstavatni, er land
nam í Árnesbygð. Tómas var snemrna ötull og
verklaginn. Má heita að honum leiki alt í hönd-
um, svo er hann listfengur. Bráðgreindur er hann,
fróður og skemtilegur. Árið 1883 kom móðir hans
vestur. Um það bil tók hann þetta land og nefndi
Hjarðarhaga. Sólheima keypti hann af Andrési
Skagfeld. Þar hefir hann búið síðan. — Kona
Tómasar >er Ólöf Lárusdóttir bónda á Steinsstöö-
um, Guðmundssonar s. st. Þau eru systkinabörn.
Móðir Ólafar var Guðrún ólaf-sdóttir frá Kjarna í
Eyjafirði. Þau giftu sig 1885. Þau eiga 4 sonu:
1. Björn Vilberg; 2. Tómas Óli; 3. Lárus; 4. Kjart-
an Sigtryggur. Dóttir þeirra er Emilía Guðrún,
kona Vilhjálms G. Oddssonar. En tvær dætur
mistu þau ungar, er báðar hétu Lilja María. Lárus
er -einn sinna bræðra giftur, er búsettur í Árborg
og vinnur þar við smjörgerðarbúið. Kona hans er
Margrét Jónsdóttir, Þorsteinssonar, Ásmundssoh-
ar, og Guðlaugar Jónsdóttur Björnssonar, land-
nema í Framnesbygð.
Landnemi, Lot V.E. 21.
Jóhann Magnús Bjarnason. — Faðir hans var
Bjarni bóndi á Fljótsbakka í Eiðaþinghá, Andrés-
son bónda í Hnefilsdal á Jökuldal, Guðmundsson-
ar, af Hákonarstaðaætt, sem var fjölmenn bænda-
ætt um Austfjörðu. Móðir Bjarna Andréssonar var
Helga, dóttir Þorleifs smiðs Ásmundssonar bónda
í Skógargeröi á Fljótsdalshéraði. móðir Jóhanns
Magnúsar var Kristbjörg, dó-ttir Magnúsar bónda á
Birnufelli í Fellum, Bessasonar bónda á Ormarsstöð-
um, Árnasonar ((“hins ríka’’) á Arnheiðarstöð-
urn í Fljótsdal, Þórðarsonar, Árnasonar bónda á
Móbergi í Langadal, Þorleifssonar, Jónssonar lög-