Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Qupperneq 77
75
Magnúsar er Guðrún Hjörleifsdóttir. Þau giftu sig
1887. Guðrún er fædd 6. nóvember 1866. Foreldr-
ar liennar voru Hjörleifur Björnsson og Ragnhild-
ur Árnadóttir bónda í Dyrhólum í Mýrdal, Hjart-
arsonar. Þau hjón bjuggu í Garðakoti í Mýrdal.
Systir Ragnhildar var Elín, móðir Skúla læknis í
Skálholti, Árnasonar sýslumanns, Gíslasonar. •—
Til Nýja íslands flutti Jóhann M. I3jarnason haust-
ið 1889 og byrjaði þá að kenna við skólann í Ár-
nesi. Árið 1894 flutti hann í Geysisbygðina og tók
þá rétt á landinu. Þar bjuggu þau hjón í níu ár.
Öll þau árin hafði Jóhann þar skólakenslu. Þeim
starfa hefir hann haldið áfram síðan, þar sem
hann hefir dvalið. Nú eru þau hjón búsett í Elf-
ros, Sask., þar sem þau hafa búið í 9 ár. Ekki hef-
ir þeim hjónum orðið barna auðið. En stúlku
ólu þau upp frá því hún var 4 mánaða. Hún heit-
ir Alice Juliet. Faðir hennar heitir Robert Cooper,
enskur maður frá Lundúnum, en móðir hennar er
íslenzk, heitir Jónína Stefánsdóttir, ættuð úr Þing-
■eyjarsýslu. Nú er fósturdóttir þeirra gift, og er
myndarleg húsfreyja. Maður hennar er Herbert
Stanley Le Messurier, í Vancouver, B. C. Þau
eiga tvö börn, sem heita Gordon Henry og Kath-
leen Guðrún. — Jóhann Magnús Bjarnason hefir
verið lánsmaður. Hann hefir eignast ágæta konu
og fósturdóttir þeirra verið báðum þeim til ánægju.
Og í kennarastöðu sinni hefir hann verið elskaður
af fleiri ungmennum en flestir aðrir. Um það deil-
ast lieldur engar meiningar, hver ágætismaður
hann hafi verið, — ekki einungis sem hinn ástund-
unarsami og Ijúfmannlegi fræðari hinna ungu,
heldur og á öllum sviðum hinn prúðasti maður í
dagfari sínu og framkomu. Annars munu hin ó-
brotgjörnu skáldverk hans lýsa honum betur en
hér verður gert; því hvergi getur að finna hug-
ljúfari og skemtilegri blæ, en einmitt á ritverk-
um Jóhanns Magnúsar, sem þau líka eru — bein-