Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Page 78
76
línis og óbeinlínis — bæði siðferðislega og sögu-
lega lærdómsrík. Og skáldjöfurinn Matthías taldi
hann vera bezta skáldið vestan hafs, — þótt hann
teldi St. G. St. stærri. Má ætla að hann hafi
flestum betur kunnað greinargerð þess máls. —
Geysisbúum má það vera ánægjuefni að því að hafa
átt Jóhann Magnús Bjarnason í sínum landnema-
ílokki, — svo mikils er liann metinn hvar sem
nafn hans er nefnt. — Enda minnast þeir hans
með aðdáun og þakklátum huga fyrir hans níu
ára starf þar í bygð.
Landnemi, Lot E.E. 21.
Jóhannes Pálsson. — Faðir hans var Páll
bóndi á Gestsstöðum í Norðurárdal í Mýrasýslu.
Kona Jóhannesar var Helga Pálsdóttir ættuð und-
an Eyjafjöllum. Á þetta land settust þau snemma
landnámstíðar. Þar heitir Grænanes. Þau hjón
eru fyrir löngu dáin.
Páll er sonur þeirra. Hann nam land í Fljóts-
bygð er hann nefndi Reynivelli. Þá jörð seldi liann
síðar, en flutti sig að Grænanesi. Þar bjó hann
lengi. — Kona hans var Þórlaug Einarsdóttir, syst-
ir þeirra Eyjólfs á Eyjólfsstöðum og Einars á Öx-
ará. Þeirra synir Sveinbjörn og Helgi. Þórlaug er
nú dáin fyrir mörgum árum, en Páll hefir selt
Grænanes og á sér nú heimili í Árborg. Þar er
Helgi sonur lians til heimilis. Páll er liinn rnesti
iðjuhöldur og nytsemdarmaður. Er enn hinn ernasti,
kominn hátt á áttræðisaldur.
Landnemi, Lot V.V. 22. ■
Sigvaldi Símonarson. — Foreldrar lians voru
Símon Nataníelsson og Rósa, sem bjuggu á Króks-
stöðum í Miðfirði. Kona Sigvalda er Margrét Bene-
diktsdóttir hreppstjóra á Aðalbóli í Miðfirði, Bjarna-
sonar bónda á Bjargi, Bjarnasonar prests á Mæli-
felli, Jónssonar. Móðir Margrétar var Margrét Guð-