Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Side 79
77
mundsdóttir Guöbrandssonar. Þau giftu sig 1881.
Bjuggu á Aðalbóli, þar til þau fluttu til Vesturlneims
1887 og tóku þetta land, er þau nefndu Framnes.
Þau eignuðutst sex sonu: 1. Bjarni; 2. Guðmundur:
3. Benedikt Valdimar; 4. Sigurður Ingvar — allra
þeirra er getið í landnámsþáttum bygðarinnar — 5.
Rósmon Árelíus, giftur Önnu dóttur Halldórs Aust-
manns; 6. Jón Aðalsteinn. Allir eru þeir bræður at-
hafnamenn hinir mestu og kappgjarnir. — Sigvaldi
er látinn fyrir nokkuð mörgum árum. Hann þótti
mætur maður, en hélt sér lítiö fram, var jafnan
stiltur og hægur í dagfari. Bn Margrét var bú-
sýslukona mikil og þótti mjög að henni sópa. —
Stóð bú þein-a hjóna í Franmesi saman af miklum
efnum.
Benedikt Valdimar hefir tekið við föðurleifð
sinni og býr nú í Framnesi. Hann er dagfarshæg-
ur og stiltur sem faðir hans. Hann hefir fjölhæfa
og góða greind, er því í miklu áliti meðal sveitunga
sinna. — Kona hans er María Ingibjörg, dóttir
Ólafs og Sólrúnar á Gilsá (E.E. 2-23-3E.).
Landnemi, Lot E.V. 22.
Páll Jónsson. — Faðir lians var Jón bóndi á
Álfgeirsvöllum í Skagafirði, Pálsson bónda á Heiði,
Einarssonar, Torfasonar, Þorvarðssonar á Hvíta-
n-esi í Borgarfjarðarsýslu. Móðir Einars Torfason-
ar var Sæunn, dóttir Sigurðar lögsagnara á Knerri.
Móðir Páls Jónssonar var Margrét Halldórsdóttir
bónda á Kirkjubóli í Seiluhreppi í Skagafirði. —
Kona Páls er Sign'ður Lárusdóttir bónda á Steins-
stöðum, Guðmundssonar bónda s. st. En móðiv
liennar var Guðrún ólafsdóttir bónda á Kjarna.
Þau giftust 1879. Þá var Páll 32 ára, en Sigríðuí
er 11 árum yngri. Til Vesturheims fluttu þau
1883, settust á landið sama ár, er þau n-efndu
Kjarna. Þau eiga þrjá sonu á lífi, sem allir eru
dugandi búendur: 1. Þorgrímur Jónas; 2. Lárus;