Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Side 80
78
3. Vilhelm. Jón var son þeirra er dó uppkominn,
efnispiltur, sem mikil eftirsjá var að. Dóttir þeirra
er Guðrún Sigríður, gift Sigurði Indriðasyni frá
Ytriey á Skagaströnd. Þau eru búsett í Selkirk. —
Vilhelm hefir tekið við föðurleifð sinni og býr nú
á Kjarna. Kona hans er Ásta, dóttir Jósefs Schram.
Börn þeirra eru Vilhelm Lorensi og Aðalbeiður
June. Þeim ungu hjónum á Kjarna er vel farið,
kunna vel að búa, og halda uppi þeim sömu hátt-
um er þar áttu sér áður stað, er þau Páll og Sig-
ríður sátu þar að búi með rausn og skörungsskap.
Og enn taka þau gömlu hjónin á móti gestum,
með sinni innilegu alúð; er þá mjög ánægjulegt
að koma inn til þeirra og sitja hjá þeim að skemti-
legu og fræðandi samtali. Virðist, að ennþá hafi
ekki Elli tekist að koma þeirra andlegu kröftun-
um á kné. Þótt Páll sé nú um það bil að verða
hálf-níræður, er hann á því sviði sem hann ungur
sé. Bróðir Páls á Kjarna er Þorgrímur á Akri í
Fljótsbygð. En systir Sigríðar konu Páls er Ólöf
kona Tómasar á Sólheimum.
Landnemi, Lot. V.E. 22.
Sigurður Stefánsson. — Um ætt hans hafa
ekki fengist upplýsingar. Kona hans var Þorbjörg
systir Páls á Kjarna. Þau flutt-u vestur að hafi, er
þau höfðu unnið landtökuréttinn. Dóttir þeirra var
Kristín, fyrrikona Jóns í Gilhaga í Árdalsbygð (Lot
23). Þeir Páll á Kjarna og Páll á Geysir keyptu
landið.
Jósef Guttormsson, er áður nam land, S.E. 3G,
keypti af Páli á Geysir þann partinn, er hann
hafði keypt af Sigurði. Þar heitir Brekka og þar
býr hann. Faðir Jósefs var Guttormur bóndi í
Krossavík í Vopnafirði, Þorsteinssonar hins sterka
bónda s. st., Guðmundssonar sýslumanns s. st.,
Péturssonar sýslumanns á Ketilsstöðum, Þorsteins-
sonar sýslumanns, Sigurðssonar. Móðir Jósefs var
María Birgitta Jósefsdóttir bónda í Syðrivík \