Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Qupperneq 83
81
sonar í norðanverðri Geysisbygð; 6. Sumarrós;
7. Svanberg, sem áður er getiö. Fjóra sonu á barns-
aldri mistu þau hjón lieima á íslandi, og tvö börn
fulltíða mistu þau liér vestra, Jóhannes 23 ára og
Þóreyju 26 ára. — Til Vesturheims fluttu þau hjón
1883, en 5 árum síðar settust þau: á landið. Þar
lieita Blómsturvellir. Sigfús lézt 1913, 83 ára, en
Björg lézt 1917, nær sjötug.
Landnemi, N.V. 23.
Sigurður G. Nordal. — Faðir hans var Guð-
mundur bóndi á Kirkjubæ í Norðurárdal í Húna-
vatnssýslu, Ólafsson, Guðmundssonar. Móðir Sig-
urðar var Margrét, föðursystir séra Odds V. Gísla-
sonar. En móðir Guðmundar í Kirkjubæ var Sig-
ríður, systir Vatnsenda-Rósu, skáldkonunnar al-
kunnu. — Kona Sigurðar Nordals var Valgerður
Jónsdóttir, Halldórssonar. En móðir hennar var
Guðrún Benjanúnsdóttir. — Til Vesturheims fluttu
þau hjón 1874. Á landið settust þau 1888. Þar
heitir Norðtunga. Böra þeirra hér talin: 1. Guð-
mundur Nordal, liann settist fyrstur manna að í
Framnesbygö, giftur var hann Önnu Björnsdótt-
ur bónda á Hnausum í Húnavatnssýslu, Jósefsson-
ar læknis, Skaptasonar, þau skildu, því hvarf hann
frá því að taka þar land; 2. Sigurður Nordal, bú-
settur í Winnipeg, giftur Elizabeth Fielding; 3.
Björg, gift Joseph Roy, frönskum; 4. Sigríður, .nú
dáin, var gift Snorra Jónssyni í Tantallon, Sask.;
5. Jón Nordal, er síðar verður getið; 6. Margrét,
kona Eiríks á Lálandi 7. Janilock, kona Brynjólfs
á Þingvöllum. 8. Jóhannes Nordal, er nú látinn,
kona hans var Jóhanna dóttir Jósefs Schram, þau
voru búsett í Árborg. -—• Siguröur Nordal þótti
skýrleiksmaður. Voru honum og falin vandasöm
störf, er hann leysti trúlega af hendi. Verður hans
því getið í yfirlitssögu Bifrastar. Hann lézt 5. apríl
1920, 71 ára; en Valgerður lézt 19. júní 1927, 86