Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Blaðsíða 84
82
ára. Greind þótti hún og stjórnsöm húsfreyja.
Landnemi, N.E. 23.
Hallgrímur FriSriksson. — Foreldrar hans voru
Friðrik Sveinsson og Sigríður Hallgrímsdóttir, er
bjuggu á Fremrikotum í Nr^rðurárdal í Skagafjarð-
arsýslu. Kona Hallgríms var Sigríður Pétursdótt-
ir, systir Jóns Péturssonar, er land nam í Fljóts-
hlíð og hér verður getið. Hallgrímur þótti lag-
lega hagorður og Sigríður var engu síður vel gef-
in að greind. Landið tóku þau nálægt 1890 og
nefndu Haukastaði. Þau eru bæði látin. Dóttir
þeirra er Kristín Sigfríður, gift Valdimar Benedikts-
syni í Riverton. En Friðrik Valtýr er sonur þeirra.
Kona hans er Ingibjörg Einarína.
Landnemi, S. E. 24.
Felix Sigurbjörn Sigmundsson. — Hann er
sonur hjónanna á Grund, sem hér verður getið
næst. Hann er til heimilis hjá þeim og hefir alla
forsjá á búinu. Er Eggert Stefánsson flutti af
landi sínu (N.E. 14), keypti Felix það, en seldi þá
þetta sitt heimilisréttarland, sem er miður gefið til
slægna. Norskur maður keypti það og býr þar. —
Felix er prúður maður og vel gefinn.
Landnemi, S.V. 24.
Sigmundur Gunnarsson. — Faðir hans var
Gunnar bóndi á Syðra-Álandi í Þistilfirði, Gíslason-
ar bónda á Sjóarlandi, Sigfússonar. En móðir hans
var Sigríður Eiríksdóttir bónda á Ormalóni. Henn-
ar móðir var Sigríður Sigurðardóttir. Móðir Gunn-
ars var Margrét ólafsdóttir, ættuð úr Reykjahverfi.
— Kona Sigmundar er Jónína Guðrún Jónsdóttir
bónda á Undirvegg í Reykjahverfi, Jónssonar. En
móðir hennar var Rannveig Friðfinnsdóttir. Þau
giftu sig 1875. Til Vesturheims fluttu þau 1891. Á
landið settust þau tveim árum síðar. Síðan hafa
þau búið þar góðu búi; en skáli staðið þar við
þjóðbraut þvera, og Jónína laðað þangað þreytta
og þurfandi vegfarendur, að dæmi Geirríðar og