Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Page 86
84
manns, Einarssonar hins digra lögsagnara, Magn-
ússonar. — Kona Gunnars er Málfríður Júlíana.
Faðir hennar var Jón bóndi á Gíslastöðum í Breiðu-
vík og var þar landnemi. Hann var sonur Guð-
mundar bónda í Borgarhöfn í Skaftafellsþingi,
Bjarnasonar. En móðir Jóns var Málfríður Jóns-
dóttir. Móðir Málfríðar Júlíönu konu Gunnars var
Steinunn Júlíana Magnúsdóttir bónda á Hofi í Ör-
æfum. Hennar móðir var Þórunn Þórarinsdótt-
ir. I-Iólaland heitir landnámsbýli þeirra Gunnars
og Málfríðar. Bæði eru þau hjón prýðilega vel
gefin, greind og skemtileg, og er heimili þeirra hið
ánægjulegasta. Þau giftu sig 1918. Fjögur börn
eru þeim fædd: 1. Guðný Elín; 2. Guðrún Júlíana;
3. Gunnsteinn Jón; 4. Einar Unnvald.
Landnemi, S.V. 25.
Gunnlaugur V. Oddsson. — Faðir hans var Vil-
hjálmur hreppstjóri og alþingismaður á Hrapps-
stöðum í Vopnafirði, Gunnlaugsson dómkirkju-
prests í Reykjavík, Óddssonar. En móðir hans
var Björg Guttormsdóttir gullsmiðs, Guðmundsson-
ar sýslumanns í Krossavík, Péturssonar. Hennar
móðir var Steinvör Gunnlaugsdóttir prests á Hálsi
í Fnjóskadal. Móðir Vilhjálms alþingismanns var
Þórunn Björnsdóttir prests í Bólstaðarhlíð. — Kona
Gunnlaugs var Þórunn Einarsdóttir. Hennar móð-
ir var Þórunn Guttormsdóttir gullsmiðs. Þau hjón
systrabörn. Þau giftu sig 1888. Til Vesturheims
fluttu þau ári síðar. Litlu síðar tóku þau landið.
Þórunn lézt 1910. Vilhjálmur er einn sonur þeirra.
Hann býr nú á landinu. Hann er drengur hinn
bezti og manna prúðmannlegastur. Kona hans er
Emilía Guðrún, dóttir Tómasar á Sólheimum —
ein hin mesta ágætiskona, myndarleg og manni
sínum samhent. Þau giftust 1914 og eiga þrjá
sonu: 1. Gunnlaugur Kjartan; 2. Tómas; 3. Vil-
hjálmur Emil. Gunnlaugur er þar hjá þeim; er nú
hálf-áttræður.