Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Page 89
87
bónda s. st., Þorgrímssonar bónda á Ægissíðu.
Þorleikssonar ríka á Skaga. Móðir Þuríðar Lilju var
Rósa Gunnarsdóttir bónda í Öxnatungu í Víðidal. En
móðir Bjarna Sigurðssonar var Sigurlaug Bjarna-
dóttir; hennar móðir var Helga systir Sigfúsar
Bergmanns á Þorkelshóli í Víðidal. — Kona Bjarna
Bjarnasonar var Aðalbjörg Jónsdóttir, Guðmunds-
sonar, ættuð af Austfjörðum. Móðir liennar var
Margrét Jónsdóttir, systir Sölva bónda á Víkings-
stöðurn í Fellum. Aðalbjörg ólst að rniklu leyti
upp á Úlfsstöðum í Loðmundarfirði hjá Birni
Halldórssyni og konu lians Hólmfríði Einarsdótt-
ur. Hjá þeim göfugu hjónum hlaut hún hið bezta
uppeldi og náði þar miklum andlegum þroska. Er
þau fóru af íslandi fluttist hún með þeim vestur.
Hún var ágætum kvenkostum gædd, bráðgáfuð og
vel fariö að hannyrðum. Arið 1900 giftist hún
Bjarna. Þá var hann kominn vestur fyrir 13 ár-
urn. Það ár settust þau á landið. Börn þeirra eru
Björn og Margrét Sigurlaug, þau tvíburar. — Að-
albjörg lézt 1915. Tók þó Margrét við innanhúss-
störfum, þá 14 ára; fórst henni það svo snildar-
lega, að aðdáun vakti. — Bjarni er búhöldur góður
og hin mesta snild er á allri umgengni á hans
heimili. Hann er hið mesta snyrtimenni, híbÝla-
prúður, glaðvær og gestrisinn. Nýlega hefir hann
komið sér upp vönduðu íbúöarhúsi með stein-
steypukjallara. Hefir þar Björn sonur hans unn-
ið mikið að þeirri húsagerð. Hann er listfengur
smiður og einn hinn rnesti atgervismaður ungra
manna. — Bjarkaland heitir landnámsjörð Bjarna.
Landnemi, Lot S.S. 27.
Jón Pétursson. — Faðir hans var Pétur bóndi
á Bjarnastöðum í Blönduhlíð, Pétursson bónda á
Marbæli í Óslandshlíð, Guðmundssonar bónda s.st.,
Kolbeinssonar bónda á Laugalandi í Eyjafirði,
Bjarnasonar, Sæmundssonar. Móðir Jóns Péturs-
sonar var Kristín Guðmundsdóttir bóndi á Hrafn-