Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Page 91
89
Pálssonar, Magnússonar, Pálssonar kirkjuprests í
Skálliolti, Erasmussonar prests á Breiðabólsstað í
Fljótshlíð (d. 1647), Villaðssonar. Erasmus var af
þýzkum eða hollenzkum ættum, en var fæddur á
íslandi. Hann þótti verið hafa mestur söngmaður
á íslandi um sína daga; var og söngfróðari en al-
rnent gerðist á þeim tíma, og bætti mikið kirkju-
sönginn í landinu. Bróðursonur Steinunnar konu
Jóns Péturssonar er Sigurður Skagfield, sem nú
er talinn mestur söngmaður íslands. — Þau Jón
og Steinunn bjuggu á Holtsmúla á E^ngholti i
Skagafirði. Þaðan fluttu þau til Vesturheims ár-
ið 1883. Nokkru síðar fluttu þau á landið. Þar
heitir Fljótshlíð. Þar bjuggu þau í 11 ár, en fluttu
þaðan suður í Víðinesbygð, sem getið er í land-
nematali þeirrar bygðar. Tvö börn mistu þau ung,
en þrjár dætur eru á lífi: 1. Kristín, gift Halldóri
Björnssyni, Jónssonar, frá Sleitu (Bjarnar) stöðum
í Skagafirði; 2. Sigríður, gift Einari Einarssyni á
Auðnum í Víðinesbygð, Einarssonar á Auðnum í
Laxárdal í Þingeyjarsýslu; 3. Ingibjörg Jóhanna,
gift séra Sigurði Ólafssyni í Árborg, hans seinni
kona. — Steinunn var þá ekkja, er hún giftist Jóni
Péturssyni. Fyrri maður hennar var Jóhann Þor-
kelsson. Þau bjuggu á Hamri í Ásum í Húna-
vatnssÝslu. Þeirra son er Sigurjón á Sóleyjalandi
í Víðinesbygð. Hjá honum dvelur nú Steinunn.
Hún var merk kona, tápmikil, bráðgreind og
skemtileg. — Þegar skirfuð verður saga Nýja ís-
lands, er óhjákvæmilegt, að Jóns Péturssonar
verði getið, — svo mikla og góða hluttöku átti
liann í starfandi félagsmálum nýlendunnar. Sjálf-
ur hélt hánn sér þar lítt fram, en það var meira
fyrir það traust, er almenningur bar til lians, að
liann var kvaddur fram til umræðu. Þótti jafnan
mikils vert um tillögur lians í hverju máli, sem um
var að ræða, og bera vott um liyggindi, samvizku-
semi og óhlutdrægan góðvilja. Hann var liinn